Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 24
IÖ2
tekjur ríkisins eru á ári hverju hér um bil fimm hundr-
uð millíónum dollara meiri enn útgjöldin. Eigi er það
heldr af nízku, heldr af forsjálni, því að þeir hafa erft
þá sannfœringu eftir forfeðr sína, að stór her og lýð-
veldi geti eigi staðizt saman, því að hervaldið er bygt
á strangri stjórn, enn lýðveldið á frjálsum umrœðum.
Alstaðar þar sem stór her er, er það að eins fyrir
náð, að þjóðin ræðr nokkru á þingi; beri svo eitthvað
það að hendi, er raskar ró ríkisins, þá getr formaðr
þess farið að eins og Napóleon i. fór að 18. brumaire
árið 8 (9. nóv. 1799) eða jafnvel eins og Napóleon 3.
fór að 2. des. 1852. Um það leyti sem þrælastríðið
stóð yfir, vóru margir hræddir um það í Norðrálfunni,
að einhver einn maðr kynni að hrifsa til sín völdin í
Bandaríkjunum eftir ófriðinn, enn þetta hefir eigi fram
komið; hernum var slept; þá er borgararnir höfðu
barizt og varið land sitt sundrungu, tóku þeir aftr til
sinna fyrri friðarstarfa, og hefir aldrei litið betr út
fyrir frelsi landsins enn nú. Með því að engin útlend
þjóð getr gert þessu mikla þjóðveldi nein geig, með-
an það sundrast eigi sjálft, þá mun það lengi eiga
því sjaldgæfa láni að fagna, að þurfa eigi að hafa
standandi her. Við harðstjóravaldi verðr þar eigi hætt
fyrr enn innlendu skrælingjarnir, sem Macaulay spáði
fyrir, neyða þjóðina til að verja sig með vopnum, enn
það verðr eigi fyrr enn mismunrinn á kjörum manna
fer að keyra úr hófi og landið er orðið albygt, svo
að ekkert rúm verðr fyrir aðkomumenn.
þá er nú eftir að lýsa í stuttu máli skaplyndi og
lifnaðarháttum Garfields. það er oft sagt, að sjald-
gæft sé að hitta vel mentaða menn í Bandaríkjunum,
enn þetta eru ósannindi. í Norðrálfunni gengr auðr
og mentun venjulega í erfðir saman, mann fram af
manni, enn í Bandarikjunum eru litt mentaðir auðugir
menn fleiri, af því að þeir hafa auðgazt á skömmum