Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 50
fórust f sjóinn hinn 8. marz 129 manns í Gullbringu-
sýslu 1
f>rátt fyrir það sem sagt hefir verið, fiskaðist þó
oft vel á 17. öldinni. Fyrst framan af öldinni til 1610
var oftast fiskilftið, enda vóru þá harðindi mikil og
mannfellir af hungri. þó var 1604 eitt hið bezta hluta-
ár syðra og vestra. Frá ióío—1624 mun oftast hafa
verið afli góðr. Frá 1625—1634 — en þá vóru harð-
inda ár — var vanalega fiskilítið; þó vóru vorhlutir
góðir syðra og vestra 1627, og 1629 hlutir miklir í
útverum fyrir sunnan og vestan, enn fiskilaust fyrir
norðan. Frá 1635—1658 var nálega alt af góðr afli,
að minsta kosti fyrir sunnan og vestan land. 1638
vóru á Suðrnesjum og austr með svo miklir hlutir, að
slíkir höfðu eigi verið f 50 ár. 1641 vóru miklir hlutir
með öllu Suðrlandi. 1647 vóru á Suðrnesjum ishundr-
aða hlutir, margir fengu 10 og 12 hundruð, enn fáir
minna en 4 hundruð. Frá 1659—1664 var fremr fiski-
tregt, þó vóru hlutir allgóðir 1662 á Suðrnesjum og í
Vestmannaeyjum. Árin 1665—1686 vóru flest fremr
fiskisæl, að minsta kosti fiskaðist á þeim flestum vel
einhvers staðar á landinu. 1665 vóru hlutir litlir á
Innnesjum, enn miklir í útverum fyrir sunnan og vestan.
1670 var fiskiár mikið fyrir norðan enn í meðallagi fyr-
ir sunnan, 1673 austan og norðan fiskileysi, enn sunn-
anlands fiskiár gott. 1674 var fiskilítið fyrir norðan
og austan, enn fyrir sunnan og vestan afli hinn bezti,
svo að í Garði og fyrir sunnan Jökul vóru 15 hundraða
hlutir. 1675 var mikill afli fyrir norðan og austan
land, enn sunnanlands í meðallagi. i684fiskiár gott,
sunnanlands lestar hlutr og sumstaðar- meir, enn undir
Eyjafjöllum og austar lítill afli, hjá Langanesi og þar
í grend nærri enginn. Frá 1687—1700 var fremr lítið
I) Lovs. f. ísl. I, 376. Lærd. lista félagsrit 7., 142, l6s. 14., 99.