Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 81
219
er alþingi sá, að þetta dugði eigi, fór það þess á leit
við stjórnina (1867), að hún í samningum sínum við
Frakka og Englendinga fengi því til vegar komið, að
fiskimenn þeirra þjóða kæmi ekki inn á Faxaflóa og
Breiðafjörð fyrir 12. mai, enn þá endar vetrarvertíð við
flóa þessa, og með henni að miklu leyti þorskveiði.
Ekki náðust heldr samningar um þetta, og stóð svo
þangað til 1872, sem nálega væri engin lög til um
fiskiveiðar útlendra manna, því að stjórnir þær, sem
hlut áttu að máli, vildu eigi viðrkenna hin eldri gild-
andi lög, og stjórnin danska hvorki gat né vildi halda
þeim fram, enda áttu þau alls eigi við þessa tíma.
Enn svo komst endir á málið með lögum i2.febr. 1872.
Er í fyrstu grein kveðið svo á, að ef útlendir fiski-
menn hafa við' nokkra fiskiveiði innan peirra takmarka
á sjó, sem ákveðin eru í hinum almenna p]óðarétti eða
kunna að verða sett fyrir ísland með sérstökum samn-
ingum við aðrar pjóðir, skulu peir sæta sektum, 10 rd.
til 200 rd. (20—400 kr.). fiá skyldi pað og sceta
sömu sektum, efi peir flytti aflann í land til að verka
hann par. |>að er víst, að mörg fiskimið íslendinga
eru fyrir utan takmörk þessi, og hafa þannig útlendir
fiskimenn fengið rétt til að fiska á miðum þessum.
Enn þó bœta lög þessi ástand það, sem var, því að nú
vita menn, hversu nærri landi útlendingar mega vera
á fiski, og þó kvartað hafi verið undan því, að lög
þessi sé einatt brotin að ósekju, þá hefir það þó
nokkrum sinnum komið fyrir siðan, að útlendir fiski-
menn hafa orðið að gjalda sektir fyrir ólöglegar fiski-
veiðar. Sama dag komu og út lög um síldarveiði
með nót. Er í þeim svo fyrir mælt, að hverjum manni,
sem hefir rétt til að fiska i landhelgi, skuli heimilt að
króa af síld og upsa með nót upp að landi annars
manns og draga veiðina þar á land; svo má hann og
setja þar veiðigögn sín á land og salta niðr aflann, enn