Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 91
229
enn á móts við Innri-Skor í Vogastapa eftir beinni línq.
Enn um netafjölda og lengd skyldi fara eftir konungs-
bréfinu 1782 með þeirri viðbót, að 7 net mætti fylgja
5 manna fari. 3. að fyrir Vogastapa skyldi þorskanet
með öllu bönnuð, enn um sektir fyrir brot á konungs-
bréfi þessu skyldi fara eftir áðr gildandi ákvörðunum.
Á vetrarvertíðinni (1794), áðr enn konungsbréf þetta
kom til íslands, var fiskiafli góðr syðra. Enn þá er
sagt, að afli hafi horfið undan Vogastapa, og því kent
um, að þar var þá lagðr hinn mesti fjöldi af þorska-
netum. Nú liðu yfir 20 ár þangað til stiftamtmaðr
Moltke gaf út „placat“ (20. nóv. 1820) um notkun
þorskaneta í Faxaflóa. Segir stiftamtmaðr, að kært
hafi verið fyrir sér, að ýmisleg óregla með þorskanet
hafi átt sér stað, einkum fram undan Keflavík og
Njarðvikum, og fyrir því kveðst hann ítreka gildandi
konungsboð og yfirvaldsúrskurði um netanotkun, og
skipa sjálfr fyrir á svo feldan hátt: 1. að enginn
skyldi leggja net í Faxaflóa á því svæði, er áðr nefnd
konungsbréf heimila netalagnir á, hvorki fyrir né eftir
14. marz, fyr enn umsjónarmenn, er setja eigi, hafi á-
kveðið að svo megi vera, og skyldi varða 10 rd. (20
kr.) sekt, ef út af væri brugðið. 2. að eigi skyldi
leggja net utar enn sjónhending frá Keilisnesi á Stóra-
hólmsbœ. Net, er utar væri lögð, skyldi ásamt fisk-
inum í þeim upptœk gerð. 3. að eigi skyldi hafa net
í Garði né Leiru, nema á 6 skipum á áðr nefndum 3
bœjum. 4. að k 6 manna förum sé 8 net, 5 manna-
förum 7 net, 4 manna förum 6 og á 2 manna förum 3,
hvert 30 faðmar á lengd. 5. að netin sé ekki lögð
fyr enn um nón og tekin jafnan upp morguninn eftir,
ef veðr leyfi, 1 stundu fyrir dagmál. Sá er út af brygði,
skyldi hafa fyrirgert afla sínum það sinn. 6. að net
megi leggja bæði á sunnudagskveldum, og kveldinu
15*