Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 72
210
enn þá var lagt svo mikið af netum undir Vogastapa,
að þvi var um kent, að afli hvarf þaðan1.
6.
Svo sem skýrt hefir verið frá, leyfði konungr
hinn 18. ágúst 1786 öllum þegnum sínum fiskiveiðar
við ísland og að verka aflann á landi; og svo að þeir
nú gæti hagnýtt sér þetta leyfi sem bezt, hét konungr
þeim, sem gerði út skip til þorskveiða við ísland
verðlaunum, eins og áðr hefir sagt verið, og vóru
þessi verðlaun veitt þangað til árið 1808. Eitt hið
fyrsta þilskip, sem frá íslandi gekk til þorskveiða og
einstakir menn innlendir áttu, keypti Guðmundr bóndi
Ingimundarson frá Breiðholti (1802) og fékk til þess
lán frá stjórninni. Skip þetta var 13‘/2 lest að stœrð,
og veitti konungr eigandanum, er hann sótti um
það, 135 rd. að verðlaunum fyrir fiskiveiðar á árinu
1803, og gaf jafnframt fjárhagsráði sinu heimild til, að
veita framvegis þeim mönnum á íslandi, sem héldi
fiskiskipum á þorskveiðar i 3 mánuði, 10 rd. fyrir
hverja lest í skipinu, og er svo að sjá, sem íslending-
ar ætti að fá verðlaunin, þó skip þeirra væri minni
enn 15 lestir, og má af þessu sem ýmislegu öðru sjá,
að stjórnin vildi að atvinnuvegir landsins tœki fram-
förum, þó tilraunir hennar yrði eigi að tilætluðum not-
um2.
1807 byrjaði styrjöld mikil milli Danmerkr og
Englands. Hafði þá Dana stjórn nóg með fé sitt að
gera, og fyrir því mun það hafa verið, að árið eftir
var hætt að borga verðlaun fyrir þilskipaveiðar hér
við land. Enn 1817 hét stjórnin enn á ný verðlaunum
um næstu 10 ár, enn verðlaunin vóru nú nokkuð á
annan hátt enn áðr. Verðlaun þessi skyldi fá: i.skip
1) Lærd. list. fél. 7,58—64. Esp. Árb. 9., bls. 69 til 91.
2) Lovs. f. ísl. VI. 509, 737.