Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 118
ið, þarf maðrinn að vita og’ finna að hann sé undir
merkjum sannleikans, og að undir þeim eigi hann að
heyja stríð Hfsins? Eftirdœmið og þrautirnar, sem
fyrir inum unga stríðsmanni liggja, tæla hann oft til
að víkja frá réttlætinu. þessvegna er heimrinn svo
fullr af ranglæti, að yfirvöld og þjónar kirkjunnar mega
ekki við ráða ; enn þessi kollvarpandi straumr hefði að
Hkindum verið þeim mjög viðráðanlegr, hefði hon-
um verið veitt í rétta rás á réttum tima, við upp-
sprettuna.“
Ætlunarverk alþýðuskólans er því í tveim atrið-
um fólgið: að veita unglingum nauðsynlega bóklega
þekkingu og að veita honum uppeldi. Auk bókndms-
ins á barnið að læra svo margt annað ; það á að læra
reglusemi, iðni, sannleiksást; það á að læra að þekkja
hvað er rétt og rangt, það á að læra að þekkja hið
góða og fagra til að aðhyllast það og vond dœmi til
að varast þau. Alt þetta verðr ekki kent með bókum
og á ekki að kennast með bókum í skólanum, enn það
heyrir alt til uppeldi barnsins, og skólinn á að veita
það ; það er takmark hans og tilgangr að vera gróðr-
arreitr fyrir hina ungu kynslóð, þar er hún nái þeim
þroska og krafti andlegum og líkamlegum, að hún
verði fœr um að ganga út í baráttu lífsins. Að hver
einstakr maðr verði fœr um að velja sér lífsiðju og
lífstakmark, að hann verði fœr um að halda rétta leið
að þessu takmarki, að hann kunni að velja hið góða,
enn hafna hinu illa, að hann verði í sannleika frjáls.