Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 33
lyi
biskup með öllu liði sfnu til Grímseyjar, bæði til að
firrast óvini sina, og svo af því, „at veiðiskap skorti
eigi í eyjunni; var þar þá nóg atvinna mörgu sinni,
þótt annars staðar á landi væri skortr“. Lárentius, sem
var biskup á Hólum öndverðlega á 14. öld, setti spí-
tala eða uppeldisbú fyrir fátœka uppgjafapresta, og
valdi hann til þess Kvíakekk i Olafsfirði, því að hon-
um þótti þar gott til blautfiskjar og búðarverðar, og
þótti það vel henta gömlum mönnum til fœðu“. Sýn-
ir þetta, að þá hefir á báðum þessum stöðum verið
gott útrœði og fiskisælt1.
Enn hvergi er í sögum vorum ljósara sagt frá
fiskiveiðum íslendinga, enn í sögu Guðmundar biskups
Arasonar, sem Arngrímr ábóti á þingeyrum ritaði
nálægt 1350. í 87. kapitula téðrar sögu er sagt frá
þvf, að almennings fœða á íslandi sé „búnyt ok sjá-
dreginn fiskr“. f>á er sagt frá, hvað fiskimið séu,
og fiskiaðferðinni lýst ljóst og greinilega, og að lok-
um stendr svo, „má ok öll landsbyggð sízt missa
þessarar gjafar, því at þurr sjófiskr kaupist ok dreifist
um öll héruð“.
Af þessum stað f sögu Guðmundar byskups má
sjá, að þá og fyrir þann tfma hafa atvinnuvegir verið
hinir sömu og enn eru, nl. kvikfjárrœkt og fiskiveiðar;
enn fremr er það ljóst, að þá hefir verið fiskað
með haldfœrum. Harðfiskr hefir þá verið almennr
innlendr varningr og almenn fœða, enda er þess get-
ið stundum við hallæri, að fisk hafi tekið frá, svo sem
f Grettissögu. f>ar segir svo : „kom hallæri svá mikit
á íslandi, at ekki hefir meira komit, þá tók af ná-
lega allan sjávarafla11. Stundum varð og í harðæri
fiskiafli til að bjarga mönnum frá hungrsneyð. Við
I) Sturlunga saga. I. I. lcap. 7. Grg. I, 131 — i32. Bisk. sög. I,
326, 361, 365, 482, 521, 853.