Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 3
3
f»að er einkennilegt, hvað lögin frá þeim tímum
skipa fyrir um þetta efni. f>ar stendur meðal ann-
ars : „Fávizka mannanna er öflugasta vopn satans,
óvinar mannkynsins, og það er árfðandi, að þekk-
ing sú, er feður vorir fluttu hingað, hvili eigi greptr-
uð í gröfum þeirra, þvíað barnafræðsla er eitt af
því, sem mest er áríðandi fyrir ríkið“.
Að vísu er svo, að fjöldi manna úr ýmsum
löndum og með ýmsar skoðanir hefur setzt að á
stöðvum þessara svo kölluðu pílagrímsfeðra; en
menjar þeirra haldast þar þó enn við; andi þeirra
er þar enn drottnandi, og þeim er það sjálfsagt mikið
að þakka, hve fræðsla almennings er góð og út-
breidd f Bandaríkjunum.
Eptir því sem þjóðin hefur eflzt og stækkað,
hefur stjórnarnauðsyn knúið menn til að halda þar
fram skólum þeim, sem stofnaðir voru af trúarnauð-
syn. J>að er gömul setning, að menntun almenn-
ings sje nauðsynlegri í lýðveldum en annarsstaðar.
Einkum á þessi setning við f Bandaríkjunum, þar
sem frelsi og jafnrjetti er svo afarmikið og hver
einstakur maður getur tekið svo mikinn þátt í stjórn
lands sfns. Til þess hafa og stjórnfræðingar Ame-
ríkumanna fundið, og Washington sagði: „Annar-
staðar er menntunin þörf, en hjer er hún ómissandi11.
Hann sagði og, að fáfróðri þjóð yrði stjórnað, en
að eins menntuð gæti stjórnað sjer sjálf.
Eins og kunnugt er, streymir ár hvert fjöldi
manna til Bandaríkjanna úr ýmsum áttum; þar ægir
saman ólíkum þjóðum og mannflokkum : Norður-
álfumönnum, Indíönum, .Svertingjum og Kínverjum;
mundu Bandamenn eigi geta haldið neinu sjer-
stöku þjóðerni, heldur mundi það verða ofurliði
borið af innflytjendum, ef þeir hefðu eigi tekið sjer
1*