Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 4
4
það hlutverk, að gjöra gesti sína, eða að minnsta
kosti börn þeirra eða barnabörn, að Ameríkumönn-
um. það eru skólarnir, sem þetta eiga að afreka ;
þeir eiga að gjöra alla Bandaríkjamenn að einni
þjóð og góðum drengjum, þeir eiga að nema braut
leifar þrældómsins og borgara-styrjaldarinnar, eyða
þjóðríg og siðspilling, en vekja sameiginlega ætt-
jarðarást hjá öllum íbúum Bandarfkjanna, og menn
vona, að það verði skólarnir, sem geti afrekað það,
að flokkdráttamenn, bragðarefir og fjárdráttarmenn
nái ekki völdunum í sínar hendur.
J>að er því engin furða, þótt þjóðin vilji leggja
nokkuð í sölurnar, til þess að reyna að fá þetta i
aðra hönd, og kvarti eigi yfir miklum fjárframlög-
um til skólahalds, heldur sje i lengstu lög fús á að
auka þau. ,
Fjelösr manna og einstakir menn sjá að miklu
leyti fyrir allri hærri menntun ; það eru einstakir
menn, einn eða fleiri í fjelagi, sem stofna iðnaðar-
og listaskóla, og það er mjög framgöngu einstakra
manna að þakka, að alþýðuskólar eru stofnaðir.
J»að er að eins af frjálsum vilja borgaranna, að
stofnaðir hafa verið og að við er haldið ágætum
skólum, sem ríkir og fátækir, karlar og konur eiga
ókeypis aðgang að, til að afla sjer margvislegrar
menntunar.
þótt það sje almennt viðurkennt í Bandaríkj-
unum, hve þýðingarmikil menntunin sje, þá er það
þó eigi sambandsstjórnin, sem sjer um skólaskipun;
hún hefur að vísu nokkura hönd í bagga með fjár-
framlög, en hún skiptir sjer ekkert af stofnun skóla,
stjórn þeirra nje fyrirkomulagi. það eru ríkin,
hjeruðin og sveitafjelögin, sem skólana stofna og
halda þeim við,
í>að má segja, að hvert sveitarfjelag fyrir sig hafi