Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 98
98
um til valda í Danmörku, og hélt þeim síðan, nl.
ættlegg Hörða-Knúts, föður Gorms gamla* 1, en það
er nú ætlun sumra sagnfrœðinga (t. d. Storms), að
hann hafi verið annarar ættar en Danakonungar
þeir, er réðu ríki næst á undan honum. Sögur
vorar kalla hann sonarson Ragnars, en líkindi eru
til þess, að hér sé liðum slept úr2, og gæti vel
hugsazt, að það hefði komið til af þvi, að næstu
forfeðr Hörða-Knúts hefðu hvorki haft lönd til for-
getr staðið, að minning flestra Danakonunga á 9. öld
skuli hafa fallið í fyrnsku, nema langfeðga þeirra, er að
lokum héldu ríkinu og leifðu það niðjum sínum, svo að
það gekk ekki úr ættinni framar (fyr en karlleggrinn var
aldauða nálægt midri 11. öld). Nokkuð líkt hefir átt
sér stað á Skotlandi á 11. öld, þar sem ættmenn Mae-
beths, er deildu um ríki við Kenneths-ættina, og kall-
aðir eru konungar í írskum árbókum samtíðarmanna,
hverfa úr sögunni hjá seinni sagnmönnum, og Macbeth
sjálfr verðr að morðingja og illmenni í sögusögninni,
eptir að Kenneths-ættin var búin að leggja land alt undir
sig, og orðin föst í valdasessinum.
1) þegar dæma skal um fornar sögulegar endrminn-
ingar, einkanlega þær, sem ekki eru tengdar við ákveðna
staði eða örnéfni, þá ætti jafnan vel að gæta þess, sem
liggr í hlutarins eðli, að þá hefir minning fornmanna
bezt getað haldizt við, þegar þeir hafa annaðhvort átt
fræga niðja, eða fróðir menn verið frá þeim komnir, en
minning þeirra manna verið hættast við að fyrnast, sem
annaðhvort hafa ekkert afkvæmi átt, sem neitt hefir
kveðið að, eða ætt þeirra orðið aldauða, áðr en greini-
legar sögur hefjast (eins og átt hefir sér stað með ætt
Háreks Danakonungs).
2) Sögurnar segja, að Gormr gamli hafi verið kon-
ungr í 100 ár (»10 tigi vetra» Fms. I. 119; »nær tío tigo
ára» Fms. XI. 17), og virðast sagnamennirnir þannig
hafa haldið, að mjög langr tími hafi liðið frá dögum Sig-
urðar Ragnarssonar til æfiloka Gorms, enda sýnist hann
hafa verið á sama reki og Haraldr hárfagri Noregskon-
ungr, sem talinn er fjórði maðr frá,Sigurði, rétt eins og
Gormr gamli í konungatali Sveins Akasonar.