Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 94
94
langt að leita þeirra (sbr. Norm. I. 14.). Margt
hlýtr auðvitað að hafa farið milli mála í sögusögn-
inni, þegar um svo forn tíðindi er að ræða, sem frá
öndverðri g. öld, en margt getr líka haft gild rök
við að styðjast. Má til dæmis taka það.sem Snorri
segir um riki Dana- og Sviakonunga („Ragnars loð-
brókar“ og Sigurðar hrings) í Víkinni i Noregi fyrir
daga Haralds hárfagra1. pað sannast fullkomlega
af árbókum Einhards, að Danakonungar hafa snemma
á 9. öld haft vald yfir Vestfold, en aðrir konungar
voru þá í Svíþjóð, og leituðu Danakonungar stund-
nm liðveizlu þangað2. Nú má vel samrýma sögu
Snorra við þetta ineð því að hugsa sér, að Sigurðr
hringr og Ragnar sonr hans hafi verið uppi á 8.
öld, og ráðið bæði fyrir Svíaveldi og Dana og Vík-
inni í Noregi, en síðan hafi þetta mikla veldi skipzt
i tvö ríki eða fleiri, og Víkin lent í ríki Danakon-
unga, eins og sagt er með berum orðum í þætti af
Ragnarssonuin. Áðr sýnistVíkin jafnvel hafa verið
talin með Gautlandi, að minnsta kosti kallar þ>jóðólfr
hinn hvinverski Eystein konung á Vestfold „jöfur
gauzkan“(Yngl. 5i.k.), og hafi svo verið, þá var við
að búast, að konungar Svía og Gauta mundu þykjast
eiga þar til ríkis að telja, er Vikin var gengin und-
1) Hkr., Har. Hárf. 14. k., 58. bls.: «þat var Eauma-
ríki ok Vestfold alt út til Grenmars, svá Vingulmörk
ok alt suðr þaðann. í þætti af Bagnarssonum segir,
að ríki Eagnars hafi staðið alt til Dofrafjalls og Líð-
andisness.
2) Vera má, að vegr Svíakonunga hafi vaxið svo við
þetta, að þeir hafi upp fráþví verið taldir #yfirkonungar
á Norðrlöndum#, eins og Ólafr konungr sænski segir við
Hjalta Skeggjason (Hkr., Ól. s. h. 71. k., 277. bls., sbr.
þátt Hauks hábrókar, Ems. X. 199. bls.). Ekkertísög-
um vorum mótmælir því, að Svíaríki hafi verið einvalds-
ríki um upphaf 9. aldar.