Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 38
38
að hafa við byrjun reikningskennslu. En í stað þess
eru höfð önnur sýnileg tákn eða hlutir, t. d. dreg-
in stryk á veggtöfluna og annað þess háttar. Að
mestu leyti eru börnin látin æfa sig með því, að
reikna á spjöld sín. Bezt og einkennilegust af
kennsluaðferðum í byrjunarreikningi er sú aðferð,
sem kennd er við Grube, þjóðverskan mann (f.1816).
Aleð ýmsum breytingum breiðist hún æ meir og
meir út í Bandaríkjunum. f>essi kennsluaðferð er
f samanburði við hina venjulega aðferð vora eins
og hljóðkennsluaðferðin eða orðkennsluaðferðin við
lestrarkennslu í samanburði við stöfunaraðferðina.
í stað þess að byrja á því, að kenna fyrst að þekkja
allar tölurnar, lesa úr svo og svo háum tölum, og
síðan kenna til fulls fyrst samlagning, því næst frá-
dragning o. s. frv., lætur Grube börnin, undir eins
og þau hafa lært að þekkja þrjár fyrstu tölurnar,
byrja að reikna ýms smá samlagningardæmi og frá-
dragningardæmi. f>egar börnin hafa lært að þekkja
fjórar fyrstu tölurnar, eru þau látin byrja á marg-
földun og deiling. Brátt geta dæmin orðið allsam-
sett, á þennan hátt t. d.:
2X2—3-j-2X i-f-i—2X2 =x; eða
4—1 — 1 —{— 1 -f-1—3
5>að er auðvitað, að hjer er ekki að ræða um
reikningsútfærslu í eiginlegum skilningi. Reikn-
ingskennslan er gjörð svo auðveld fyrir börnin, sem
unnt er, og skemmtileg. Fyrra dæmið hjer að
framan má láta börn reikna þannig : Jeg fjekk
tvisvar sinnum tvo aura, hve mikið er það ? ]?egar
barnið veit, að það eru fjórir áurar, þá er það spurt
að, hve mikið sje eptir, ef þrlr aurar eru teknir af
þessum fjórum aurum o. s. frv. Grube vill eigi, að
hætt sje við nokkra tölu fyr en sýnd hafi verið öll