Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 88
88
konungi í Danaveldi, og sonu hans að Dana- og Svía-
koiiUngum. Hinn ágæti sagnaritari Norðmanna, P.
A. Munch, hefir líka fundið fulla ástæðu til, að
greina „Ragnar loðbrók1* og sonu hans frá Loð-
brókarsonum þeim, er útlend rit geta um, og hann
kallar „hina yngri Loðbrókarsonu11.
En margir fræðimenn á vorum tímum hafa kom-
izt að þeirri niðrstöðu, að lítið mark sé takandi á
þessum sögum um „Ragnar loðbrók11 og sonuhans,
en ekki kemr þeim saman um, af hvaða rótum þær
séu runnar, eða hvað sé hið sögulega tilefni þeirra,
þótt flestir ætli að þær stafi frá „Loðbrókarsonum11
g. aldarinnar. Dr. Jessen hefir haldið því fram (í
„Undersögelser til nordisk Oldhistorie. Kjöbenhavn
1862“), að sagan um hið mikla ríki Ragnars og frænda
hans sé tómr tilbúningr, að Danakonungar þeir, er
árbækr Frakka geta um á 9. öld, hafi verið ein-
valdskonungar í Danmörk, en ekki undirkonungar á
(Suðr-)Jótlandi, eins og áðr var haldið, og að „Ragn-
ar loðbrók" sé sami maðr og Ragnfreðr sá, er Ein-
hard segir að komizt hafi til valda í Danmörku ár-
ið 812, ásamt Haraldi bróður sínum, en fallið árið
814. þess er nú hvergi getið með berum orðum,
hvers synir bræðr þessir hafi verið, en (eldri) bróðir
þeirra er nefndr „Anulo11; deildi hann um riki við
Sigfröð nokkurn, og lauk svo, að báðir féllu í mann-
skæðri orustu 8121. Nú heldr Dr. Jessen, að úr
þessum tveimr konungum hafi verið gjörðr „Sig-
1) Sbr. Ólafs s. Tr. 60. k. (Fms. I. 105.—110.), þar
sem stendr danskt konungatal frá 9. öld, tekið eptir út-
lendum ritum, en þar eru reyndar frásagnir Einhards og
annara árbókahöfunda Frakka talsvert afbakaðar, sem
mest er að kenna Adami frá Brimum, þótt sumt sé aptr
haft skakt eptir honum (t. d. þar sem »Chnob» (Gnúpr)
er kallaðr Knútr og »Sigerich» Siggeirr).