Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 126
126
þessi sami Olafr, sem orðið hafi að láta riki sitt f
Svíþjóð fyrir Eiríki „Eymundar^syni1, og herjað þá
á Danmörku, líkt og Styrbjörn sterki gjörði síðar.
Seinna segir Adam frá því, að þegar Unni erki-
biskup kom til Bjarkeyjar í Svíþjóð (um 936), hafi
þar verið fyrir konungr sá, er Hringr hafi heitið,
og synir hans Eiríkr og Eymundr (Adam I. 63.).
f>etta er nú hið eina, sem virðist koma í mótsögn
við sögur vorar, því að þetta hefir líklega verið á
dögum Bjarnar hins gamla, eptir því sem áðr er
sagt, og sögur vorar sýnast telja alla þá langfeðga,
Eirík „Eymundar“son, Björn og Eirík sigrsæla, ein-
valdskonunga í Svíþjóð, og nefna þá enga aðra
konunga þar, heldr en þessa Uppsalakonunga (nema
að eins Oiaf, bróður Eiriks sigrsæla, og ef telja
skal konung þann, er bændr hófu upp gegn Styr-
birni). Og það sem sagt er frá þessum konungum
í sögu Olafs hins helga, er vafalaust á góðum rök-
um bygt, þvi að Hjalti Skeggjason, hinn spakasti
maðr, var staddr á Uppsalaþingi, þegar porgnýr
Jögmaðr flutti hina nafntoguðu tölu, þar sem hann
minti Olaf skautkonung á afreksverk og stjórnsemi
forfeðra hans, en ámælti honum fyrir eljanleysi og
þrekleysi, er hann léti löndin i Austrvegi ganga
undan sér. Frá þessari tölu hefir Hjalti eflaust
margsinnis sagt á íslandi (eins og Gísli Brynjólfs-
son hefir tekið fram), og tjáir als ekki að ætla sér
að fella hana með tómum fótalausum hugarburði,
heldr verðum vér að hafa það fyrir satt, að þessir
konungar hafi tekið ríki hvor eptir annan, en þó
1) A meðal herkonunga þeirra, er gjörðu hið mikla
áhlaup á England um 870 (sem líklegast hefir orsakazt
af byltingum á Norðrlöndum), er einn néfndr Önundr, og
er eigi ólíklegt, að hann hafi verið frá Svíþjóð (ef til vill
bróðir Ólafs og sonr Bjarnar at Haugi?).