Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 11
11
1882 voru af kennurum í Massachusetts 1079 karlar,
en 7,858 konur ; en í ríkinu New-York 7,123 karlar
en 24,110 konur; og líkt var hlutfallið víðar. Sum-
staðar ganga konur einar á kennaraskólana, og í
öðrum kennaraskólum er einatt varla tuttugasti hver
nemandi karlmaður. Til þess má telja tvær orsakir.
Fyrst er það, að sú skoðun er almenn, að konur
eigi hægra með en karlar að gjöra sig skiljanlegar
fyrir börnum, kenna þeim og fá þau til að starfa
og f öðru lagi fá karlmenn í Bandaríkjunum mjög
ungir svo arðsama atvinnu, að eigi mundi vera hægt
að fá þá fyrir kennara við lægriskólana með þeim
launum, sem þar er hægt að gjalda þeim. Konur
verða að hætta að kenna við skóla, þegar þær gipt-
ast; verða því mjög opt kennaraskipti, og það optar
en heillavænlegt er fyrir skólana.
í Kansas er talið svo til, að fæstar kennslukon-
ur haldi kennarastörfum lengur en eitt ár. Venju-
lega er þó samið við stúlkur frá kennaraskólum um
að gegna kennarastörfum í tvö ár.
|>ótt það sje að mörgu leyti óheppilegt, að svo opt
verður að skipta um kennslukonur, má þó telja það
kost að því leyti, að stúlkur, sem um nokkurn tíma
hafa fengizt við kennarastörf, hafa við það aflað
sjer eigi svo lítillar reynslu að ala upp eigin börn
sín, og eins má búast við því, að þær verði ná-
tengdari skólunum og hafi betra lag á samvinnu
við þá, en konur, sem aldrei hafa við skóla kennt.
Kennarar við almenningsskóla eru hjer utn bil
300,000.
Kauplaus kennsla og skólaskylda.
í öllum almenningsskólum er kennsla ókeypis,
eða með öðrum orðum: allir æskumenn í Banda-
ríkjunum, jafnt konur sem karlar, eiga kost á að