Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 24
24
burði yfir hina aðferðina. Börn, sem ættu að lesa
enska orðið cat (köttur), mundu eiga hægra með að
lesa orðið og muna, ef það væri stafað ke-e-te, en
ef það væri stafað sí-e-tí (o: eptir stöfunaraðferðinni);
því að ef stafirnir eru bornir fljótt fram eptir fyrri
aðferðinni, renna þeir svo saman, að nálega kemur
fram hið rjetta hljóð alls orðsins. En af því að
rjettritun er svo ólík framburði í ensku, þá verða
þar hálfgjörð vandræði að kenna lestur með hljóð-
kennsluaðferðinni, því að ef kennt væri að nefna
stafinn c ke, eins og vel mátti vera í orðinu cat,
sem er borið fram kat, þá bera ný vandræði að
höndum, þegar á að fara að lesa orðið city, sem er
borið fram siti. — J>ví hafa Ameríkumenn fremur
hneigzt að orðkennsluaðferðinni. f>egar kennt er
eptir þeirri aðferð, eru valin nokkur orð — sumir
hafa haft þau ioo, aðrir ekki full 20 — og börn-
unum kennt að lesa hvert þeirra i heild sinni; siðan
er hvert orð liðað sundur, svo að hin einstöku hljóð
þess koma fram. Til að skýra þetta nokkuð, skal
sýnt hjer, hvernig kennt er að lesa með þessari
aðferð í Ameriku. Kennarinn dregur á veggtöfl-
una mynd af ketti, og spyr börnin að, hvað þetta
sje. f>au svara a cat (köttur) ; síðan skrifar hann
orðið cat (köttur) undir myndina, og les það fyrst
sjálfur, en lætur svo börnin hafa það upp eptir sjer.
Að þessu búnu fer hann að tala um köttinn, eðli
hans og háttalag. f>egar því er lokið, bætir kenn-
arinn einu eða tveimur orðum við á töfluna, t. d.
It is a cat (það er köttur), eða I see a cat (jeg sje
kött). Næsta dag er byrjað á sama hátt með hund
o. s. frv.
|>egar börnin hafa á þennan hátt lært að lesa
allmikið af orðum og smásetningum, er þeim feng-
in auðveld barnabók, og geta þau þá lesið hana