Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 105
105
B.
Nokkrar athugasemdir vióvíkjandi
fornsögu Svía og fornum ættartölum1.
Eins og alkunnugt er, hafa hinir fornu íslend-
ingar samið mörg og merkileg sagnarit, en aðrar
1) Eitgjörð þessi er upphaflega samin árið 1885, og
hafði eg þá ekki séð bók Steenstrups : »Normannerne»,
sem eg hefi síðar lesið, áðr en inngangrinn var ritaðr,
en ekkert hefi eg fundið í henni, er breytt geti þeirri
skoðun minni á ættartölum hinna fornu Islendinga, sem
hér er haldið fram, og verð eg að telja hana alveg ó-
hrakta, þótt Steenstrup hafi bent á ýmislegt í ættartöl-
unum, sem honum þykir ekki standa heima við útlendar
árbækr, því að bæði er, að eg tel ættartölurnar ekki
gallalausar, en það eru þessar árbækr ekki heldr (sjá
Steenstrup, Norm. II. 384, III. 117), og svo er þess að
gæta, að vitnisburðr árbókanna kemr víðast hvar als
ekki í neinn bága við ættartölurnar, þegar vel er að gáð,
þótt sumum kunni að finnast það í fljótu bragði. ,|>að
er t. d. í meira lagi léttvæg sönnun gegn því, að Ólafr
(hvíti), konungr í Dýflinni hafi verið kvæntr Auði djúp-
úðgu, að írsk sagnarit geta um aðra konu, sem hann hafi
átt, því að Steenstrup tekr það sjálfr sterklega fram, að
það verið alsiða á víkingaöldinni, einkum hjá höfðingj-
um, að eiga margar konur (Norm. I. 225.), eða hví skyldi
Ólafr ekki hafa getáð átt ekkju fyrirrennara síns (f>or-
gisls, sem átti Auði fyrir konu, að því er írsk rit herma)?
Eða hver óhlutdrægr sagnaritari mundi geta talið það
atvik, að írskar árbækr nefna ekki þorstein rauð (en þar
á móti Eystein, son Ólafs konungs) gilda sönnun þess,
að |>orsteinn hafi aldrei verið til, eðr Olafr hafi ekki átt
annan son með »Steins»-nafni en Eystein einn (sbr. Há-
steinn, Hersteinn og Hólmsteinn, synir Atla jarls mjófa,
Ln. I. 3.). fpegar írsku árbækrnar eru um þann tfma
ekki greinilegri en svo, að það verðr ekki séð af þeim,
hver orðið hafi konungr í Dýflinni eptir lát ívars (+873),
eða hverjir synir hans voru, hvað sumir þeirra hétu og
hverja sonu hver þeirra átti, þótt seinna sé einatt getið
urn sonarsonu ívars, sem unnu sér margt tii frægðar
fyrir vestan haf ? Hvernig verðr til þess ætlazt, að írsk-