Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 72
72
lega bók um víkingaferðir Dana og Norðmanna
(„Normannerne“ I.—IV. b. Kjöbenhavn 1876—82),
og notar hann þar mörg rit, misjafnlega skilrík, en
gengr nálega alveg fram hjá sögum íslendinga, að
því er snertir fyrra hluta víkinga-aldarinnar1, og
virðist hann ekki álíta þær þess verðar, að taka
þær til greina.
pegar rita skal um einhver atriði i sögu Norðr-
landa fyrir kristni, og farið er að skoða rit þau, er
hafa að geyma efnið í hana, þá getr það eigi dul-
izt, að þau eru hvergi nærri fullnægjandi uppsprettu-
rit. Flest þeirra eru rituð löngu eptir viðburðina
eptir munnmælasögum, þegar fráskildar eru hinar
fáorðu og sundrlausu árbækr samtíðarmanna (Frakka
ogpjóðverja, Engla, íra, Breta), og æfisaga Ansgars
kristniboða eptir Rimbert biskup (-j- 888). pegar
uppspretturitin eru svona löguð, þá liggr það í hlut-
arins eðli, að þau geta skoðazt á marga vegu, og
það er ekki að búast við, að sagnfræðingum komi
saman um það, hver þeirra séu áreiðanlegust, því
að „sínum augum lítr hver á silfrið“. Skip'a má
1) Víkinga-öld kalla menn venjulega í sögu Norðrlanda
9. og 10. öldina, og jafnvel tímann næ3t á undan og
eptir, en engin glögg takmörk eru fyrir því, hvar hún
byrjar eða endar. Sumir láta hana byrja nálægt 700
(O. Montelius : Sveriges historia I. 240), sumir nálægt
730 (P. A. Munch, sem setr Brávallabardaga um það
leyti), og sumir enn seinna, enda fara útlendar árbækr
eigi að geta um víkingaferðir Norðrlandabúa fyr en ná-
lægt 790. Ekki kemr mönnum heldr saman um, hvenær
víkinga-öldin endar. Eptir 1000 tók kristni að útbreið-
ast rneir og meir um Norðrlönd, og fór þá víkingsskapr
smátt og smátt minkandi, þótt mjög lengi eldi eptir af
honum. Sumir láta víkingaöldina enda við Stiklastaða-
orustu 1030 (P. A. Munch), og endar hún þá um sama
leyti og hin eiginlega sögu-öld hér á landi, en aðrir telja
hana til 1050—60 (O. Montelius).