Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 87
87
Hefði „Ragnar loðbrók-1 í raun réttri lifað á g.
öld, þá er ekki gott að skilja, hvernig á því stendr,
að svo atkvæðamikill herkonungr og víðfrægr kappi
í fornsögum skuli ekki vera nefndr á nafn af ár-
bókahöfundum þeirra tíma, þótt þeir nafngreini
marga konunga i Danaveldi hvern fram af öðrum,
og þar að auki marga herkonunga og sækonunga
frá Norðrlöndum á q. öld, því að ekki er Ragnars
getið með því, þótt nefndr sé í árbókum Einhards
Ragnfreðr (,,Reginfredus“) konungr í Danmörku
(snemma á q. öld), og ekki er að sjá, að Ragnar
sá, er fór herferð til Parísar árið 845, hafi verið
neinn konungr, heldr einn af jörlum Háreks Guð-
röðarsonar* 1, sem þá er kaliaðr „einvaldshöfðingi í
Danmörku“. Söguhetjan „Ragnar loðbrók“ hefir
þannig ekki getað verið uppi á 9. öld, heldr verðr
hann að hafa lifað fyr, nema því að eins, að allar
sögur um hann, bæði danskar og íslenzkar, hafi
rangt fyrir sér í því, að gjöra hann að voldugum
gils sprakaleggs sé tómr hégómi og tilbúningr, til að
koma honum í ætt við konunga á Englandi og í Dan-
mörku (0: Svein Úlfsson).
1) »Godefridus» Danakonungr er nefndr í árbókum
Prakka á árunum 804—810, og hefir hann sjálfsagt heitið
Goðröðr eða Guðröðr (en ekki Gautrekr) á danska tungu,
hvort sem hann er sami maðr og »Guðröðr hinn göfug-
láti» í Ynglingatali eða ekki. Af sonum hans er ekki
annar nafngreindr af Prökkum en »Horicus», og hefir
hann hlotið að heita Hárekr, en ekki Eiríkr, þótt hinir
elztu sagnamenn Dana hafi blandað saman nöfnum þess-
um, og gjört Horicus að Hericus (Ericus). Vera má, að
þessu hafi valdið óglögg endrminning um einhvern Eirík
konung, svo sem móðurföður Eiríks blóðöxar, sem kall-
aðr er konungr á Jótlandi, en kynni. að hafa verið sami
maðr og »Eohric» konungr í Austr-Ongli (Ostangeln á
Englandi) (+ 905, eptirmaðr Gorms »enska» og líklega
einn af ættmönnum Hörða-Knúts).