Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 41
43
dreginn upp á landabrjef; en Bandaríkjamenn byrja
á því, sem börnunum er kunnugt, á nágrenninu, og
fylgja þannig þeirri setning, að byrja skuli alla
kennslu á því, sem nálægt er, kunnugt og auðvelt.
Áður en byrjað er á að sýna regluleg landabrjef^
er börnunum mjög opt sýndur uppdráttur af skól-
anum og síðan af bænum, og þau látin átta sig á
honum. Að því búnu er farið að sýna landabrjef
af nágrenninu. Lítið er af nöfnum á landabrjefun-
um, en aptur á móti er sýnt á þeim það, sem ein-
kennilegt er við landslagið. f>egar kennt hefur
verið um hin einstöku fylki, og landabrjef þeirra
sýnd, þá fyrst er sýnt landabrjef yfir öll fylkin
saman. f>etta er gjört til að fá yfirlit í einni heild
yfir allt, sem lesið hefur verið. Eins er farið að
með önnur lönd. Norðurálfan er eigi sýnd í einni
heild, fyr en sýnd hafa verið landabrjef einstakra
landa þar, og síðast er sjálft hnattkortið sýnt. Að-
visu er þessari aðferð ekki alstaðar fylgt; sumstað-
ar er venja að kenna næst á eptir heimkynnislýs-
unni nokkuð um jörðina, Ameríku og Bandaríkin,.
og svo að því búnu um hin einstöku fylki.
Jafnan er kostað kapps um, að hafa landabrjefin
skýr og greinileg.
Hverju landabrjefi fylgir annað landabrjef, er
sýnir hjer um bil lögun landsins, og er landsupp-
drátturinn þar ritaður innan { marghyrning. pannig
er uppdráttur Frakklands ritaður innan í óregluleg-
an sexhyrning; nær ein hlið hans frá Diinkerken til
Brest, önnur frá Brest til Bayonne, o. s. frv. J>essi
landabrjef eru ágæt leiðbeining, til að geta gjört
landsuppdrátt eptir minni.
Dráttlist er mjög höfð við landfræðiskennslu
og landfræðisnám. Nemendurnir eru látnir draga
upp á spjöld sín eða veggtöflurnar það, sem þeir