Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 97
97
mátti vænta þess, að íslendingar hefðu haft ein-
hverja spurn af þeim ættlegg, sem komst að lykt-
lokum 9. aldar með nafninu »Cnut rex» (sjá Norm. II.
98), og ætlar Joh. Steenstrup, að þessi »Knútr konungr»
(sem ekki er nefndr í enskum ritum), sé sami maðr og
Knútr fundni (þræla-Knútr), og hafi Goðröðr konungr í
Norðymbralandi heitir svo öðru nafni. Líklegra sýnist
þó, að þessi Knútr hafi verið faðir Goðröðar, sem kall-
aðr er »sonr Hörða-Knúts». Menn vita mjög lítið um
ríki Dana í Norðymbralandi næstu árin eptir dauða Goð-
röðar konungs, og er alls ekki ómögulegt, að Hörða-
Knútr Danakonungr (faðir hans), hafi þá haft þar ein-
hver yfirráð, en sett yfir ríkið Sigfröð jarl, sem hefir
verið þar höfðingi um þessar mundir, og er líka nefndr
á peningum Knúts konungs. Dönsku konungatölin nefna
ekki nema einn Knút á undan Gormi gamla, og segir
Sveinn Akason, að hann hafi verið sonr Sigurðar Kagn-
arssonar og fyrstr manna heitið Knútr, en hann er ekki
talinn faðir Gorms gamla, heldr lengra frá honum, enda
kalla sumirhann »Lota-(Lothne-,Lothene-)Cnut»,ogbendir
þetta hvorttveggja til þess, að hann sé í raun réttri ekki
sami maðr og Hörða-Knútr, þótt þeim kunni að hafa
verið blandað saman af sumum. Aptr á móti virðist
það eigi ólíklegt, að þessi »Lota-Cnut» sé sami maðr
og Knútr fundni, sem á að hafa verið fyrstr með
því nafni, og fanst eptir sögunni (í Fms. XI. 2.)
vafinn í guðveíjarpelli (loða ? sjá Lex. poet 535), hvað
sem á að halda um uppruna þeirrar sögu. [Hún getr
vel verið að nokkru leyti sprottin af æfintýrum Knýt-
linga á 9. öld, og að nokkru leyti úr forneskju (sbr. sög-
una um Finnvið fundinn í Arnmæðlingatali og Sceaf
(Skelfi?), föður Skja'dar, í enskum ritum), og er líka
vert að taka eptir því, að eins og fornsögur Norðmanna
létu Óðin kenna Haraldi hárfagra ráð í æsku hans (Fms.
X. 171, 178), eins láta danskar sagnir fóstra Knixts (fyrsta,
ættföður Knýtlinga), heita Ennignúp (sbr. Óðinsnafnið
Ennibrattr, og innganginn til Grímnismála : »karl fóstr-
aði Geirröð ok kendi hánum ráð»)]. Hefði svona verið
ástatt fyrir ættmönnum Hörða-Knúts, sem hér er til
getið, þá mátti búast við, að þeir mundu skoða ættmenn
Guðröðar (Ynglinga ?) sem valdaræningja í Danmörku,
og verðr með því móti vel skiljanlegt, hvernig á því
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 7