Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 106
106
Norðrlandaþjóðir eiga að tiltölu fáar sögur um forn-
öld sína, aðrar en þær, sem runnar eru frá frásögn
íslendinga. Svo sem eðlilegt er, hafa forfeðr vorir
ritað mest um sögu íslands, og þar næst um sögu
Noregs, þess lands, er þeir voru ættaðir frá og
höfðu mest viðskipti við á sögu-öldinni. Svo eru
og til sögur eptir þá um Færeyinga og Orkney-
inga, enda vóru eyjar þessar bygðar frá Noregi,
eins og ísland. Ymsar fornar munnmælasögur frá
Svíþjóð og Danmörku hafa víst borizt hingað með
landnámsmönnum, eða gengið í ættum þeim, er það-
an voru runnar, og verið síðan skrásettar hér, svo
sem Ynglinga saga, sagan af Hrólfi kraka, og sag-
an um Brávallabardaga, og frá sögu-öldinni höfum
vér eina fróðlega og merkilega sögu af Danakon-
ungum, Knýtlinga sögu, en engin íslenzk saga er til
af Svíakonungum þeim, er lifðu á sögu-öld vorri,
og er það mikið mein, því að Svíar eiga sjálfir eng-
ar sögur um fornöld sína, sem sögur geti kallazt,
en Danir geta aptr á móti stært sig af Saxa (Saxo
Grammaticus), sem ritáð hefir yfirgripsmikla og efn-
isríka Danmerkr sögu, er verðr því fullkomnari
og áreiðanlegri, sem lengra sækir áfram og nær
dregr hans tíma, og þótt fyrri hlutinn sé mjög lítils
virði í sögulegu tilliti, þá geymir hann samt ýmsar
merkilegar forneskjusögur, er höfundrinn hefir að
nokkru leyti fengið frá íslendingum, að því er ráða
má af formála hans, en svo hefir hann líka haft
fyrir sér fornkvæði dönsk, sem þó eru orðin mjög
ar árbækr minnist á Auði djúpúðgu eða þorstein rauð í
Suðreyjum ög á Katanesi (Ln. 2., 15., Laxd. 4. k.), þar
sem þær geta als ekki um Norðmenn í Suðreyjum fyr
■en um 940 (Norm. III. 212.), og dettr þó líklega eng-
um í hug að efast um, að Norðmenn hafi sezt þar að
löngu fyrir þann tíma, eins og sögurnar herma.