Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 82
82
að þau eptir sínu höfði, heldr en hann gjörði. þó
hafa þeir stundum hlotið að velja það úr, er þeim
þótti sjálfum sennilegast, þegar heimildarmönnum
þeirra bar ekki saman, og kann þá vel að vera, að
þeir hafi ekki æfinlega tekið hið réttasta. Setjum
oss snöggvast f stað forfeðra vorra á 12. öld, sem
höfðu ekki nema munnlegar frásagnir um forn tíð-
indi, og ímyndum oss t. a. m., að ekki væru til
neinar sögur samtíðarmanna um þrjátíu ára stríðið,
heldr hefðu frásögurnar um það geymzt i minni
manna, og ekki verið skrásettar fyr en á vorum
dögum, meira en tveim öldum eptir að viðburðirnir
gjörðust; ætli sumir sagnamenn væru þá ekki í vafa
um, hvort Svíar hefðu í því stríði unnið sigr i einni
eða tveim orustum við Leipzig? Og væri svo ekki
vel hugsanlegt, að fræðimenn á seinni öldum kynnu
að komast að þeirri niðrstöðu, að alt væri sami
viðburðrinn, og það hefði ekki staðið nema ein or-
u^ta hjá Leipzig i þrjátíu-ára-striðinu P* 1 Eða ef vér
fyrir sér í því, að Saxi hafi heimfært ýms atvik frávík-
ingaöldum til fyrri alda, og sýnist það því heldr djúpt
tekið i árinni hjá Rydberg, að í átta fyrstu bókum Saxa
sé engin persóna, sem ekki sé runnin frá goðsögum eða
hetjusögum þeim, sem óaðgreinanlegar eru frá goðsög-
um, því að svo framarlega sem forneskjusögurnar og
sannar viðburðasögur frá víkingaöldinni hafa blandazt
saman, þá sýnist það liggja í augum uppi, að nöfn og
athafnir ýmissa manna, er uppi voru á sögutímanum,
hafi getað slæðzt inn f forneskjusögur (sbr. Attila í
Yilkinasögu).
1) Sbr. orð Guðbrands Yigfússonar í Safni til sögu Isl.
I. 318: «Tvær slíkar fólkorustur hefir nú Aðalsteinn
ekki átt, það er auðvitað». Hér er átt við það, að or-
ustan á Vínheiði, er Egill Skallagrímsson tók þátt f, hafi
verið hin sama og orustan við Brunanborg, sem nafn-
fræg er í enskum frásögnum. Sama hafa ýmsir aðrir
sagnfræðingar haldið, svo sem Jessen og Steenstrup, er
báðir vilja dæma frásögu Egilssögu með öllu ómerka, og