Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 133
133
(sbr. Ln. 5. 9. og Flóam. 1. k.). En það er als ekki
vfst, að þessi herför Haralds til Gautlands hafi orð-
ið út úr ferð hans til Vermalands, þá er hann hitti
Eirík konung og þeir þágu báðir veizlu að Áka, þó
að Snorri dragi alla viðreign þeirra saman í eitt1,
því að bæði „Saga skálda Haralds hárfagra“, Fms.
III. 65—82, og „þáttr Hauks hábrókar“, Fms. X.
198—2082 benda til þess, að viðskipti þeirra kon-
1) f>að kann að hafa haft áhrif á sögu Haralds hjá
Snorra, að Hákon konungr góði fór síðar herskildi um
Gautland (Hkr. 88. bls., Fms. I. 28. bls.) í sömu ferð
og hann lagði undir sig Vermaland (»Bg.« 79. kap.), og
má vera, að herferðir þeirra feðga hafi ruglazt saman í
frásögninni. Snorri getr ekki um Vermalandsför Hákon-
ar, sem þó mun hafa átt sér stað (sbr. Nj. 5. k., þar sem
Jamtaland er sett fyrir Vermaland.
2) Að vísu eru þættir þessir mjög ýktir, en þó virðast
þeir ekki vera tilhæfulausir. P. A. Munch ætlar, að
viðburðirnir, sem liggja til grundvallar fyrir þeim, hafi
orðið á síðustu ríkisárum Haralds, og hafi sá Eiríkr Svía-
konungr, sem þar er sagt frá, verið undirkonungr af ætt
Bjarnar at Haugi. En af báðum þáttunum er auðsætt,
að þar er átt við Uppsalakonunginn og engan annan
(þannig er Eiríkr kallaðr »yfirkonungr á Norðrlöndum# í
Hauksþ., Fms.X.199), og verðr að hafa það fyrir satt, að hér
sé ekki um annan konung að ræða, en Eirík Eymundar-
son, sem vér vitum að var samtíða Haraldi, en þar sem
saga skáldanna kallar hann Eirík Bjarnar-son, þá verðr
að taka það sem annan sagnablending, sem altíðr er í
alþýðlegum munnmælasögum, og má hér minnast þess,
að sonr Eiríks konungs hót Björn, og sonarsonr hans
Eiríkr. I slíkum sögum tjáir ekki heldr að taka
mark á öðru eins og því, að Haukr hábrók er látinn tala
um ferð sína til Englands, eins og hún væri þá um garð
gengin. Sé það satt, sem stendr í »Eyrb.», að Haraldr
hafi sent hann með öðrum köppum sínum til að taka af
lífi Björn austræna um 880 (x vetrum síðar en Ingólfr
fór að byggja Island), þá hefir hann verið orðinn gam-
all maðr (yfir sextugt), er hann færði Aðalsteini Hákon
konungsson, og er miklu líklegra, að það sem í þættin-