Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 132
132
vogi, þar sem Hákon jarl Grjótgarðsson féll, en
Atli jarl hinn mjófi varð sár til ólífis, hafi staðið á
þeim árum, er Haraldr konungr gekk til ríkis í
Noregi, en á undan orustunni í Hafrsfirði (um 870),
og í „Hkr.“ er sagt frá falli jarlanna rétt á undan
frásögninni um ferð Haralds austr í Vík, veizluna
hjá Áka bónda á Vermalandi og herför Haraldstil
Gautlands, og þetta sett í samband hvað við annað,
og alt á undan Hafrsfjarðar-orustu (H. hárf. k. 13.,
Hkr. bls. 57, sbr. Fms. X. 184. bls.). Nú er það
ljóst, að Hákon jarls hefir lifað miklu lengr en til
870, eins og bæði Guðr. Vigfússon og P. A. Munch
hafa fært rök til. Hann varð ekki jarl í Fjörðum
fyr en eptir dauða Haralds jarls (Eg. 4. k.), og í
Landnámabók (2, 29., sbr. Sturl. I. 3.) er sagt, að
Vébjörn Sygna-kappi hafi flúið land fyrir Hákoni,
en hann hefir víst ekki komið til íslands fyr en um
8qo í fyrsta lagi* 1, og svo vita menn það með vissu,
að Sigurðr jarl Hákonarson dó árið 962, og þótt
hann hafi þá getað verið orðinn gamall, þá er samt
ekki líklegt, að hann hafi verið á tíræðisaldri. Hefir
því fall Hákonar jarls varla orðið fyr en um 890, en
nú er vel hugsanlegt, að fornir sagnamenn hafi
miðað það hvort við annað: orustuna í Stafaness-
vogi og hernað Haralds konungs á Gautlandi, og
hafi lengi haldizt við endrminningin um það, að
jarlarnir hafi barizt meðan konungr var úr landi
1) J>að virðist liklegra, að upphafsár íslands bygðar sé
870 en 874 (eins og öísli Brynjólfsson hefir sýnt í „Andv.“
VI. bls. 187), en af þvi leiðir, að útkoma þórólfs Mostrarskeggs,
Bjarnar austræna og jafnvel flestra landnámsmanna við Breiða-
fjörð færist til um 4 ár, frá því er talið er í Safni til sögu ísl.
1. 222. . . . Eptir því hefir Geirmundr heljarskinn getab kom-
ið út skömmu fyrir 890 (888?), og má þá setja útkomu Vé-
bjarnar Sygnakappa það ár, en hann flýði fyrir Hákoni jarli
Grjótgarðssyni (Ln. 2. 29.).