Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 113
r
113
mætti vel ímynda sér, að hér hefði upphaflega stað-
ið annað (XVIJ eða XVIIJ), sem hefði svo verið
mislesið af seinni riturum. J>að sýnist því líklegast,
að Kjartan sje fæddr Q82, og hafi Björn farið utan
það ár, gengið samsumars i lög með Jómsvíkingum,
og verið í Jómsborg, er Styrbjörn vann hana (sum-
arið 983 ?), og síðan með öðrum Jómsvíkingum í
Fýrisvalla-orustu 984. Á þennan hátt stendr ait vel
heima, enda gæti það staðizt, að Björn hefði barizt
með Styrbirni á Fýrisvöllum g84, þótt hann hefði
ekki farið utan fyr en g83, en það stendr þó tæp-
ara og er ólíklegra, en það verðr að telja óyggjandi
víst, að Björn hafi verið í orustunni, því að svo segir
hann sjálfr í visu þeirri, er hann kvað löngu síðar,
er hann kom heim til Kambs í hríðinni, er kend var
fjölkyngi þorgrímu galdrakinnar:
Spurðusk vár und vörðum
verk Styrbjarnar merkjum,
járnfaldinn hlóð öldum
Eirfkr f dyn geira.
Nú trað ek hauðr um heiði
hundvillr, þvf ek fat illa
vfða braut, í vátri
vífs gjörningadrífu.
En Björn hefir vel getað verið í Fýrisvalla-
orustu, ef hún hefir staðið árið g84, eins og nú hefir
verið sýnt fram á, og ekkert er því til stuðnings,
að hún hafi staðið seinna, nema það sem „Eyrb.“
segir um aldr Kjartans árið 1000, sem mjög er hæp-
ið að miða nokkuð við, þegar handritunum ber ekki
saman um það, og áratalan er þannig alveg óvfs,
og er þá miklu nær að hafa það fyrir satt, sem
fleirum sögum ber saman um, og getr vel staðizt
að öðru leyti, að 10 ár hafi liðið milli orustunnar og
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. X. 8