Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 146
146
Beykjavík, annaðhvort ár, helzt það árið sem stönd ekki
safnast í Danmórku, með það viðtekna skyldi ísl [enzk-
ur] fulltrúi fara Danmerkur-árið og fyrirleggja það Sjá-
lands etc. provincial-stöndum, og svo ■ collegiis, það hefi
ég undir því, að ég vil ekki, að Island ísólerist ofmjög,
því þá kann fjandinn að kenna þeim að svifta okkur
próvincial-réttinum, enn gjöra okkur að nokkurs konar
Canada, og láta okkur sjálfa standa straum af okkur,
kannske svifta okkur gamla réttinum við Universitetið,
og þá er Island dautt! J>ví þá geta ei nema ríkismanna-
synir farið til Hafnar .... (eins og plan nábúa míns1
var ! ! !), og landið tapaði þá mestu gáfumönnunum.
Verst er, að ég er viss um, að alþingisins endur-
fæðing fær marga mótmælendur, og mest morðingja þess
gamla og hans tvo áhangendur, sem og einnig fjölda
þeirra, sem kvíða ferðinni þangað — helzt ef við fengjum
drifið í gegnum, að það líka skyldi þéna til að control-
lera vonda yfirvaldsmenn, sem ég ætla að própónera —
enn einungis að það að öðru leyti sé fyrir alla muni ein-
ungis ráðgefandi.
Til (þess) nú að geta komið þessu til vegar, svo
danskurinn drepi okkur ei hér, verðum við að eiga hann
fyrir vin í Höfn, og því vildi ég gegnum Abrahams
flokkinn fá verkað til þess og neutralisera hann að
minnsta kosti með því að fá Magnússen til að mæla
fram með því, gætuð þér nú með yðar flokki verkað til
þess sama yrði spilið unnið, og þá hefðum við þó ei lif-
að til einkis — drottinn gæfi að tækifæri gæfist til, að
reger [ingen] í Kaupmannahöfn fengi forkærlighed fyrir
Islendingum — væri upphlaup í Höfn, vildi ég, að allir
íslenzkir stúdentar hlypu með alvæpi út á Amalíuborg
áður en danskir yrðu til — þér hlægið kannske að þessu,
enn ekkert tækifæri er að forsóma, þegar föðurlandsgagnið
er öðru megin.
Hvern mun nú ríkisstjórnin kalla frá Islandi til að
1) Magnúsar Stephensens í Viðey.