Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 6
6
Kennslumálanefnd í borgum (City Board of
education), og kennslumálanefnd f sveitum eða
hreppum (School Board). f essar nefndir hafa opt-
ast sjer til aðstoðar skóla-umsjónarmenn; eiga þeir
að sjá um, að allt gangi vel og skipulega í skól-
unum.
J>ingið, ríkisstjórinn eða ríkisbúar sjálfir kjósa
nefndir þessar og umsjónarmennina. Á nokkrum
stöðum hafa konur rjett til að kjósa menn f nefnd-
irnar, og eru kjörgengar í þær.
f>að lítur svo út, sem menn hneigist nú mjög
að því, að nema af hjeraðanefndirnar, en halda að
eins eptir ríkjanefndunum, borganefndunum og
hreppanefndunum. En umsjónarmennirnir þykja
mjög gagnlegir, og því þykir sjálfsagt að þeim sje
haldið.
Kennslumálanefndin í hverju ríki hefur á hendi
svipuð störf og kennslumálaráðgjafar hafa; hún
hefur umsjón með öllum opinberum skólum í rík-
inu, sjer um kennarapróf og kennaraskóla, og ann-
ast eignir skólanna.
Skólaumsjónarmennirnir í hverju ríki koma f
skóla ríkisins, og kanna allan hag þeirra, gefa
þeir sfðan ár hvert skýrslur um starf sitt, og
skýra þá frá kostum og göllum á skólunum og
kennsluaðferðum.
Menntamálanefndirnar í borgum og hreppum
hafa umsjón með þeim skólum, sem f þeirra um-
dæmi eru. í borgunum eru skólaumsjónarmenn
settir þeim til aðstoðar ; þykja þeir vera hinir þörf-
ustu, eigi sfður en hjeraðaumsjónarmennirnir.
Skólaskipun.
Almenningsskólum má skipta f tvo flokka, stiglausa
skóla (ungraded schools), og stigskóla (graded schools).