Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 42
42
læra um skólann, bæinn, nágrennið, ríkið o. s. frv.
J>etta þykir þeim mjög skemmtilegt verk, og þeir eru
svo leiknir í að teikna, að þeim veitir það alls eigi
örðugt. Opt lætur kennarinn nemendurna safnast
að veggtöflunni oaf skipar þeim að teikna á ákveðn-
um tíma eptir minni einhvern tiltekinn landshluta.
Kennarinn kveður nú sjálfur á eða lætur nemend-
urna segja, hver uppdrátturinn sje bezt gjörður;
þennan uppdrátt leiðrjettir hann, og fer hann í þvi
svo mikið, sem hægt er, eptir aðfinningum nemend-
anna sjálfra. Hefur þannig allur flokkurinn gagn af
leiðrjettingunum á þessum eina uppdrætti.
í>að er ekki gengið mjög ríkt eptir, að landa-
uppdrættir þeir, sem nemendurnir gjöra á spjöldin
eða veggtöflurnar, sjeu mjög nákvæmir; en er lokið
hefur verið að lesa um hvert land, eiga þeir að
gjöra nákvæman uppdrátt af því á pappír. Land-
fræðiskennslan er mjög yfirgripsmikil i Bandaríkj-
unum; landfræðin er látin ná nærri yfir allt mögu-
legt: dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, veðurfræði,
heimslýsing, sögu o. s. frv.
Saga og stjórnarskipun.
Saga og stjórnarskipun eru kenndar mjög sam-
fara, enda standa þær greinir þar f mjög nánu sam-
bandi. Almenn saga er að eins lítið kennd; mest-
um tima er varið til að kenna sögu Bandaríkjanna,
og þó sjerstaklega sögu þess ríkis, sem skólinn
er i.
í Nýja-Englandi og víðar er farið að kenna 8
—9 ára gömlum börnum sögu; þó er börnum á
þeim aldri eigi kennd samanhangandi saga, heldur
frásögur um merkisatburði og merkismenn; þeim er
kennt um komu pilagrímsfeðranna til Bandaríkj-
anna, um Penn og Indfanana, um frelsisyfirlýsing-