Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 107
107
torkennileg hjá honum, með því að hann reit á lat-
neska tungu. Vér sjáum af „skáldatali hinu forna“
(Sn. E. III.), að mörg íslenzk skáld hafa ort kvæði
um Svíakonunga, en því miðr eru þau nú öll týnd,
og enginn hefir orðið til að nota þau til að rita eptir
þeim sögu Svíakonunga. pað lítið sem íslendingar
hafa ritað viðvíkjandi sögu Svíþjóðar á sögu-öldinni,
er innan um aðrar sögur, einkum Noregskonunga-
sögur, sem koma allvíða við sögu Svíaríkis. J>að er
að eins einn sögulegr viðburðr í Svíþjóð, sem sér-
stakr þáttr er ritaðr um, og allgreinilega skýrt frá,
án þess að hann snerti nokkuð Noregs sögu, nefni-
lega Fýrisvalla-orusta. Og það er raunar engin
furða, þótt íslendingar festu þessa orustu í minni,
og gjörðu hana að söguefni, þvi að bæði vóru ís-
lendingar i henni í liði hvorratveggja, Eiríks sigr-
sæla og Styrbjarnar sterka, og íslendingrinn þ>or-
valdr Hjaltason varð einn til þess, að kveða um
hana á eptir, enda virðist orusta þessi hafa verið
einhver hin stórkostlegasta hér á Norðrlöndum, eptir
að sannar sögur hefjast. í sögu Olafs hins helga er
ágætr kafli, er snertir sögu Svíþjóðar á dögum Olafs
skautkonungs, og kemr einnig við sögu nokkurra
forfeðra hans, er konungr sjálfr og porgnýr lög-
maðr á Tfundalandi minnast á í ræðum sínum, og
mun mest-allr þessi kafli runninn frá sögusögn ís-
lendingsins Hjalta Skeggjasonar, er dvaldi um hríð
í Svíþjóð, talaði sjálfr við Olaf konung, og hlustaði
á ræðu forgnýs á Uppsalaþingi. Frásagnir þessar
hafa þannig við góð rök að styðjast, en ýmsir vís-
indamenn Norðrlanda nú á tímum virðast gjöra minna
úr þeim en skyldi, enda hættir þeim mjög við að
vilja rengja sannsögli hinna fornu sagnamanna vorra,
og sérstaklega hinar fornu ættartölur. Til er einn-
ig „langfeðgatal Svfakonunga“ eða konungatal frá