Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 76
76
fróðleiksfýsn íslendinga og þekkingu þeirra á forn-
sögum, og segist hafa kynt sér og notað sagna-
flársjóðu þeirra, sem auðugir séu að réttum rökum
(Quorum thesauros historicarum rerum pignoribus
refertos curiosius consulens, haud parvam præsentis
operis partem ex eorum relationis imitatione con-
texui, nec arbitros habere contempsi, quos tanta ve-
tustatis peritia callere cognovi. Præf. p. 8.).
En þetta vilja margir sagnfræðingar nú á dög-
um ekki kannast við, heldr þykir þeim réttast að
skipa sögunum á bekk með dönskum sagnaritum
frá 12. og 13. öld (Saxa o. fl.), en setja þær jafnvel
skör lægra en Dudo, Adam frá Brimum1 og aðra
1) »Hamborgar-kirkjusaga» meistara Adams frá Brimum
(+ nál. 1076) væri næsta mikilsvert rit fyrir sögu Norðr-
landa í fornöld, ef hún væri fullkomlega áreiðanleg, en
því miðr er hún mjög ónákvæm og ruglingsleg, og víða
bágt að vita, á hverju er að henda reiður, því að Adam
hefir rangfært og misskilið margt, sem hann hefir eptir
eldri ritum (sbr. G. Storm: Krit. Bidr. I. 47. bls.: »Det
er for længe siden pávist, at hvor Adam arbejder efter
skrevne Kilder, der excerperer han disse pá en vil-
kaarlig og unöjagtig ofte ligetil uvörren Maade»). En
hann hefir fyrstr manna safnað innlendum (dönskum)
sögusögnum um Danakonunga á 9. og 10. öld, og hafa
hinir elztu sagnamenn Dana (svo sem höfundarnir að
•Annales Lundenses» og »Brevior historia») tekið margt
eptir honum, en felt sumt úr, bætt öðru við og breytt
sumu, því að sögusagnirnar hafa verið mismunandi og
einn vitað það, sem annar vissi ekki. þannig hafa orðið
til ýms dönsk konungatöl, talsvert frábrugðin hvort öðru,
og ruglingurinn verið orðinn svo mikill, þegar Sveinn
Akason reit (nál. 1185) ágrip sitt af Danakonungasögum
(»Compendiosa historia regum Daniæ), að hann kemst í
mestu ógöngur, og með því að hann vill ekki »fara með
hégóma eða ósannindi*, tekr hann til bragðs að hlaupa
yfir heilmarga konunga, og þar á meðal alla þá, sem
eldri sagnamenn þektu af árbókum Frakka, en byrjar
aptr á Sigurði, syni »Bagnars loðbrókar», og lætr Gorm