Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 78
78
ar fram sækir f aldirnar, en þótt missagnir og mót-
sagnir finnist bæði í þeim og sögum vorum, hafa
menn samt engan rétt til að kasta þeim algjörlega
eða meta þær minna en óvísar og ýktar sagnir út-
lendra rithöfunda. Hitt er aptur sjálfsagt, að rann-
saka hinar íslenzku sögur og ættartölur sem bezt,
bera þær vandlega saman við þau útlendu rit, sem
föng eru á, og leitast við að dæma hlutdrægnislaust
á milli þeirra.
Eins og við er að búast af þessari öld rann-
sóknanna og efasemdanna, hafa ýmsir orðið til þess
á vorum tímum, að reyna að tæta í sundur hin
fornu sagnarit íslendinga, og halda þeirri skoðun
fram, að mjög lítið væri á þeim að græða 1 sögu-
legu tilliti, með því að þeir hafa bæði fundið nokkr-
ar mótsagnir í þeim sjálfum og ýmsa ósamkvæmni
við útlend sagnarit, sem talin eru áreiðanleg. |>að
var ekki nema eðlilegt, þótt slíkr aptrkippr kæmi
f sagnfræðingana eptir hið mikla dálæti, sem áðr var
haft á þessum sagnaritum.því að eptir því sem sögu-
legri rannsókn fór meir og meir fram, eptir því
hlaut það að verða æ ljósara og ljósara fyrir vís-
indamönnunum, að hinir fornu íslenzku sagnamenn
voru als ekki óskeikulir, heldr ýmsir stórir gallar
á verkum þeirra. eins og flestra eða allra miðalda-
sagnaritara, er ekki voru sjálfir samtíða viðburðum
þeim, er þeir segja frá. En svo hafa sumir farið
of langt í þessu, eða metið of lítils vitnisburði vorra
fornu sagnamanna, þegar þeir hafa lagt þá að jöfnu
við hina og þessa óvalda kronikuhöfunda, eða jafn-
vel tekið slika sagnaritara fram yfir þá. 5>að er
sjálfsagt rétt að meta mest vitnisburði samtíðar-
manna, en raða svo hinum niður eptir trúverðug-
leika hvers um sig, og taka það úr hverjum, sem
líklegast er eptir öllum þeim rökum, sem hægt er