Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 60
60
siðgæðisfræðsla, flutt með fullri alvöru, gagntekur
hjartað og festir rætur í huganum. Guðræknisiðk-
anir, söngur og bæn fullkomna það, sem siðfræðis-
fræðslan fær eigi ein gjört“.
þ>að má sjá, að hjer er ekki um reglulega
kennslu í siðfræði að ræða, en um hitt, að kunna að
gjöra róstusama og ljettúðarfulla unglinga að nýt-
um mönnum og góðum borgurum.
J>að er sjerstaklega eptirtektavert við uppeldi
Ameríkumanna í þessari grein, að mjög snemmaer
vakin meðvitund barnanna um frjálsræði þeirra, og
að þau eigi að bera ábyrgð gjörða sinna. Frá
barnæsku er farið með nemendur í Atneríku að
þessu leyti eins og væru þeir rosknir menn.
í beinu sambandi við það stendur það, að þeir
sjeu vandir á að skoða refsing fyrir yfirsjónir sem
afleiðing af yfirsjóninni. Um það segir Wickers-
ham : „Bezta ráðið til þess, að refsingin hafi betr-
andi áhrif á barnið, er, að það geti skoðað hana
sem eðlilega afleiðing af athöfn sinni. Ef það hef-
ur skemmt skólaáhöld, þá er það eðlileg refsing,
að það bæti skaðann; ef það hefur komið of seint
í skólann, þá sje það sem því svarar fram yfir
skólatímann í skólanum eða sitji inni meðan frí-
stundirnar standa yfir; ef það kann ekki það,
sem það á að læra, þá læri það þeim mun meir
daginn eptir; ef það tefur fyrir sessunautum sínum, þá
sje það sett langt frá öllum öðrum; ef þaðóhreink-
ar gólfið, þá hreinsi það það aptur; ef það kemur
á stað deilum og barsmið í leiktímunum, þá er rjett
að lofa því ekki að leika sjer með hinum börnun-
um, þangað til öðruvísi verðurkveðið á; ef það hef-
ur skrökvað, þá er rjett að láta það finna til þess,
að því verði eigi framar trúað ; ef það hefur haft
ljót eða ósæmileg orð, þá er rjett að lofa því ekki