Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 144
144
landsins gagns, og þar yðar personlighed er það, sem
verkar, skal ég æ halda upp á hana, á meðan þér eruð
patríót. (Ég heiti Bjarni enn ekki Magnús !).
Guð blessi alþing yðar! því er miður, að rnargir
lasta það, enn svi skömm skal mig aldrei henda, enn
nauðsynlegt hygg ég, að þið fáið ykkur danskan forseta
— þar er ekkert óíslenskt í. »Jarl viljum vér hafa yfir oss»,
sögðu forfeður vorir, án þess að tilgreina, að hann skyldi
íslenzkur vera; enn lögmenn og sýslumenn vildu þeir
hafa innlenda. f>ar til væri marschal Molke góður, ef hann
fengist til þess ; — með því móti gæti enginn sagt, að
það væri nein fjendtlig secessio frá dönskum og alþingis-
ins hérverandi lastarar yrðu að þegja, þar að auki fengju
Jslendingar þá mikilsmegnandi patrón, og betri hofmeist-
ara gætu þeir aldrei fengið enn hann.
Lítilfjörlega aðvörun þarf ég þar sem kunningi að
gefa yður. Mér hefir verið sagt, að þér hafið látið flytja
það í yðar hýbýli og leigið því herbergi — sumir murra
yfir því í laumi og kalla það kannske specúlatíón. —
f>etta er ekki frá Jóh. Arnasyni og ekki úr neinu bréfi
frá Jihöfn. — Munið þér eftir, að maður verður að kom-
ast hjá grunsemi, — og allra augu horfa á yður, og því
miður munuð þér sem sumir aðrir reyna, að það er satt :
»de middelmádige hoveder hade og frygte de gode !» og
nátthúfur og læpumenni hata ætíð fjörmenn og fram-
kvæmdarmenn, enn því miður tollir oft við þessa síðar-
skrifuðu nokkurs konar drottnunargirni og skólameistara-
tónn, því það sem klart og bestemt fremstiller sig for
deres indre sands méddele de gærne ligesá afgjörende
(nú varð ég hádanskur !) og kannske ég sjálfur skóla-
meistri etc. ! ! ! — guðvelkomið að hlæja dálítið að mér
fyrir það. — Alþingislög ykkar hygg ég góð vera, og
haldið svo áfram, að það verði vísir til endurlífgunar
þingsins við Oxará, enn þar til þarf danska forsetann.
Út úr þessu kem ég nú til þess, sem mér býr ríkast
í skapi og að nokkru leyti er lykill að meiningu minni
um óhamingju rifrildið, nefnilega íslands tilkomandi póli-