Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 118
118
vestr kveldriðu hesta;
þar hefir hrædgggvar hgggvit —
hóllaust er þat — sólar
elfar skins! fyrir ulfa
Eirikr í dyn geira.
2. Illr varð elfar fjalla
auðkveðjgndum beðjar
til Sviþjóðar síðan
sveimr víkinga heiman;
þat eitt lifir þeira —
þeir höfðu lið fleira —
gott var her at henda
hundings —er rann undan.
Hér kallar hann liðsmenn Styrbjarnar „víkinga“
og ,.her hundings“, og segir, að áhlaup þeirra á
Svíþjóð hafi gefizt þeim illa, og þeir hafi fallið við
virkisgarð konungsins.
Eptir orustu þessa fékk Eirikr konungr viðr-
nefnið, „hinn sigrsæli“, en ýmsir hafa efazt um, að
það væri satt, sem Adam frá Brimum og Saxi segja,
að hann hafi eptir þetta lagt alt Danaveldi undir
sig, en stökt Sveini tjúguskegg úr landi. í íslenzk-
umsögum1 er ekkert getið um það, en þó er mjög
ólíklegt, að það sé tilhæfulaust með öllu, þar sem
það er haft eptir Sveini konungi Ulfssyni, dóttur-
syni Sveins tjúguskeggs. En hvað sem því líðr.þá
hefir Eiríkr eflaust þótt mestr höfðingi á Norðrlöndum
eptir þennan fræga sigr á Fýrisvöllum, og borið mjög
ægishjálm yfir hinum ríkjunum2, sem ráða má af
1) Frásagan í Fms. XI. 417.—421. er tekin eptir
Adami frá Brimum, sbr. P. E. Miiller: Notae uberiores
in Saxonem, p. 304.—307.
2) Oddr munkr segir í Ól. s. Tr. (Fms. X. 318.) :
•Upplendingakonungar, er fylkjum réðu, þjónuðu til Svfa-
konungsi) (fyrir eða um daga Ólafs Tryggvasonar ?).