Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 150
150
friður milli Dana og Bnglendinga, og vissi hann ekki um
það ; var skip það, er hann var á, tekið við Noreg og
fært til Englauds, og er víst flestum, sem nokkuð vita,
kunnugt um, að Islendingar hefðu þá líklega orðið illa
áti, ef hann hefði ekki með aðstoð Josephs Banks, forn-
vinar föður hans, komið því til leiðar, að íslandsför
mætti óhindruð vera. í Kaupmannahöfn dvaldi Magnús
1808, og gaf þá út »Island i det Attende Aarhundrede»;
komu þá út um hann ónot í Kjöbenhavns Skilderier, og
svaraði hann þeim með nokkurri gremju og virðist beina
helzt máli sínu að Grími Thorkelín ; en svarað var hon-
um aptur æði-harðlega og hlífðarlaust, og urðu þessar
deilugreinir nokkuð margar. f>etta mun hann hafa látið
fá nokkuð á sig, ekki sízt af því, að þetta voru eigin-
lega upptökin til þess mótþróa og þeirrar mótspyrnu, er
hann átti að mæta æ síðan, og var því enn slíku óvan-
ur; ber eptirfarandi kvæði þetta og með sér, en hann
huggar sig við það, er hann eitt veit, að aldrei deyr,
sem er dómur um dauðan hvern. Á meðan hann dvaldi
í Kaupmannahöfn sumarið 1808, kom enskt reyfaraskip
til íslands, og réð fyrir því maður sá, er Gilpin hét, og
getur Magnús hans í kvæðinu. Gilpin hafði sópað innan
landssjóð, sem í voru 37,000 ríkisdala, og hans fagnaðar-
lausu kompánar höfðu rænt griputn frá einstökum mönn-
um; einn flokkur þeirra fór inn í Viðey, og réðst að
föður Magnúsar, Ólafi stiptamtmanni, þar sem hann lá
í rúmi sínu, þá meir en hálfáttræður, og heimti af hon-
um ýmsa gripi með hörðum hótunum um misþyrmingar
og meiðingar. Frá Kaupmannahöfn fór Magnús til Nor-
egs, og hafði vetrarsetu í Björgvín fram til 16. Marts
1809. Lagði hann þá af stað til Islands með kornbyrð-
ingi, er hann hafði útvegað íslandi um veturínn í Björg-
vín, og tók hann land í Reykjavík á annan dag páska,
en þá tók ekki betra við, því að þá var kominn til
landsins Jörundur hundadagakongur, og í stímabraki við
hann og hans félaga átti Magnús mest alt vorið og langt