Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 108
108
„Ragnari loðbrók11 til Birgis Magnússonar, samið
af einhverjum íslenzkum fræðimanni í fornöld (Hauki
Erlendssyni ?), og er það prentað í Langebeks Scrip-
tores rerum Danicarum I. 12.—13., og Fants Scr.
rer. Suecicarum I. 67. (og nokkurn veginn samkvæmt
því er konungatalið aptast í ,,Herv.“), en það er
eigi heldrtekið svo til greina, sem vert er, afþeim
sem nú rita um fornsögu Svíþjóðar (sbr. O. Monte-
lius : Sveriges Historia I. bls. 2561, og G. Storm:
Kritiske Bidrag til Vikingetidens Historie, bls. 124).
J>ó eru fáir aðrir en íslendingar til frásagnar um
það, sem gjörðist í Svíaríki í heiðni, eða fyrir daga
1) A bls. 376 lætr O. Montelius í ljósi efa um það, að
Sörkvir Svíakonungr (1132—1155) hafi verið sonr Kols
(»er Svíar kölluðu Eirík hinn ársæla»), eins og »Lft.»
bendir til. f>að er þó ýmislegt fleira, sem styðr þetta*
svo að líklega má telja það jafnvíst og margt annað,
sem vanalega er haft fyrir satt. Sörkvir er kallaðr Kols-
son í Knytl. (Fms. XI. 354.), Skáldatali (Sn. E. III.
252), og Fagrskinnu, 145. bls. Líka er það víst, að-
Kols-nafnið hefir gengið í ætt hans. Olaus Petri (Scr.
r. Sv. I. 240) kallar afa hans Kol, og það er áreiðanlegt,
að eptir fall Karls konungs Sörkvissonar (1167), gjörðist
sá maðr höfðingi yfir flokki hans, er Kolr hét, og eru
öll líkindi til, að hann hafi verið af sömu ætt, ogsenni-
legast, að hann hafi verið bróðir Karls, en sonr Sörkvis,
heitinn eptir afa sínum. Konungatalið í viðbæti Vestr-
gautalaga (Scr. r. Sv. I. 7.—13.) kallar Sörkvi son »Cornu-
bæ» í Eystra-Gautlandi, en þetta nægir ekki til að hrinda
því, að hann hafi verið Kolsson, þar sem »Cornuba» gæti
eins vel verið nafn móður hans, eins og föður (líklega
aflagað, ef til vill dregið af »þornbjörg» (?), sbr. Hrólfs
sögu Gautrekssonar), enda þótt seinni sagnamenn hafi
tekið það sem föðurnafn hans, og Olaus Petri þessvegna
gjört Kol að afa hans. Saxi segir (1. XIII., p. 651), að
Sörkvir hafi verið af lágum stigum (»mediocri loco natus»),
en af því verðr ekki annað ráðið með vissu, en að hann
hafi ekki verið'borinn til ríkis eða kominn af lögmætri-
konungsætt, eins og Magnús sterki Nikulásson, sem hann
var valinn í staðinn fyrir.