Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 63
63
tekið trúanlegt; en komizt það síðar upp, að hann
hafi sagt ósatt, er honum þunglega refsað og
hann missir traust kennara síns. Slikt kemur þó
sjalda'n fyrir, þvi að börnum er frá unga aldri inn-
rætt, að ósannindi sjeu svívirðileg, og þau munu
varla hætta á'að geta búizt við því, að verða stað-
in ósannindum. í kennaraskólum og ýmsum æðri
skólum hafa nemendurnir næsta mikla sjálfstjórn.
í reglugjörð eins kennaraskóla segirsvo: „Nemend-
urnir eiga að kunna að stjórna sjer sjálfir, og eigi
á að þurfa að beita við þá ógnunum eða þvingun“.
feir, sem eigi vilja með góðu fylgja vilja kennend-
anna, eru eigi taldir hæfir til að gjörast sjálfir kenn-
endur. í einum skóla er það venja, að hver ný-
kominn nemandi skrifi undir skuldbindingu að hlýða
af fúsum vilja lögum skólans; ef hann rýfur þetta
heit, hefur hann fyrirgjört sóma sínum, og verður
að fara úr skólanum.
í öðrum skóla er valið 21 manns ráð, til að
kveða á um skólareglurnar og fram fylgja þeim; er
lögð hörð refsing við alls konar óreglu, drykkjuskap
og ljettúð.
í stuttu máli verður það sagt, að þótt siðferðis-
uppeldið í Bandaríkjunum sje eigi fullkomið, þá er
þó haft fast mark og mið fyrir augum með það, og
að keppt er eptir að ná þessu marki. ;það, sem
þar er haft fyrir augum, er, að ala upp menn,
að skólinn er undirbúningur undir lífið, að ungir
menn þurfa umfram allt að læra að stjórna sjer
sjálfir og neyta frelsis síns. f>að getur verið, að
hið frjálslega uppeldi hafi galla í för með sjer, og
það er hryggilegt, að svo skuli þurfa að vera, en
það er óneitanlega meira efni í dreng, sem er sjálf-
byrgingur, einþykkur, framhleypinn og litilsmetandi
annara skoðanir, en í dreng, sem misst hefur sjálf-