Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 92
92
þeir á sömu skoðun og- Dr, Jessen um það, að
Danmörk og Svíaríki hafi, hvort um sig, verið orðin
-einvaldsríki snemma d 9. öld, en að það sé skökk
hugmynd, sem sagnfræðingar hafa áðr haft um
þetta efni, er þeir þóttust geta ráðið það af fslenzk-
tim sögum, að riki þessi hefðu ekki orðið einvalds-
ríki fyr en seint á 9. öld, á dögum þeirra Gorms
gamla og Eiríks Eymundarsonar. Hinn sænski
fornfræðingur O. Montelius er líka á sama máli og
þeir um þetta1. Skoðun þessi, sem styðst við ár-
Skjöldungr að langfeðgatali (sonr Hálfdanar snjalla, kon-
ungs á Skáni). En, það eru mikil líkindi til, að orsökin
til þess, að nafn Ivars hefir horfið úr hinni dönsku arf-
sögn, sé sú, að þar hafi saga hans runnið saman við
hina æfagömlu goðsögn um Hálfdan konung hinn gamla,
•er Hyndluljóð kalla »hæstan Skjöldunga», og flestar fræg-
ar konungaættir áttu að vera komnar frá. Menjar af
sögu hans, blandaðar öðrum hetjusögum, finnast í frá-
sögnum Saxa um hina þrjá konunga: Gram (Skjaldar-
son), Hálfdan bjarggram og Hálfdan, Borgarsson, sem
allir eru forfeðr konunga-ætta, eins og ívars víðfaðma, og
allir eitthvað riðnir við Svíaríki, eins og hann, einkum
Hálfdan bjarggramr, sem vinnr Svíaríki og hefnir föður
síns, er drepinn hefir verið af bróður sínum, mági Svía-
konungs, eins og faðir Ivars víðfaðma (Saxo 1. VII.).
Eptir rannsóknum Viktors Bydbergs er »Hálfdan gamli»
í goðafræðinni eða sögu höfuðfeðranna vörðr Miðgarðs
móti áhlaupum álfa og jötna (tdverga, sjá Völu3pá 14.).
Efki hans er Skáni, frumland mannfólksins (»officina
gentium*, og »vagina nationum»: Gotasaga Jornandess
-c. 4.), og leggr hann undir sig lönd þau, er liggja norðr
þaðan. Saxi lætur líka Hálfdan Borgarsson vera upp-
runninn frá Skáni, og telr hann föður Haralds Hildi-
tannar, sem Hyndluljóð og sögur vorar kalla dótturson
Ivars víðfaðma.
1) Sveriges historia I. 254.: »Vál har en strángare
forskning ildagalagt grundlösheten af det ofta upprepade
pástáendet, att Gorm den gamle under det nionde ár-
hundradet samlat Danmarks förr skilda delar under sitt