Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 127
127
er als ekki óhugsandi, að einhver frændi þeirra
þafi getað ráðið ríki um stund með einhverjum
þeirra, þótt porgnýr telji hann ekki1, og má hér
minnast þess til samanburðar, að í Noregskonunga-
tali því, sem ort er um Jón Loptsson (Fms. X. 422
—433.) eru eru eigi taldir þeir feðgar Maernús Har-
aldsson hins harðráða og Hákon sonr hans, heldr
er ættleggrinn rakinn beint áfram frá Haraldi harð-
ráða til Magnúsar berbeins, og þar næst nefndir
synir Magnúsar. (Eigi er þar heldr talinn Magnús
sonr Haralds gilla, er konungr var litla stund með
bræðrum sfnum). Nú má vel hugsa sér, að Hringr
konungr, sá er Adam nefnir2, hafi verið niðji Bjarn-
ar að Haugi (ef til vill sonr Olafs, sem Adam segir
að hafi átt marga sonu), og hafi Björn konungr
hinn gamli miðlað honum ríki með sér fyrir frið-
semis sakir3, með því að Bjarkeyingar kunna að
1) þorgnýr nefnir t. d. ekki Ólaf föður Styrbjarnar, er
konungr var með Eiríki bróður sínum.
2) það er annars varlega takandi mark á því, þótt
Adam láti Hring vera uppi nálægt 936, því að vel getr
verið, að hann hafi misskilið orð sögumanns síns, Sveins
konungs Úlfssonar, er virðist hafa nefnt Hring . ásamt
fleirum konungum í Svíaríki næst á eptir Birni, Onundi
og Ólafi, sem Rimbert nefnir, og lítr svo út, sem þá hafi
einn konungr rekið annan frá völdum (í upphafi ríkis
Eiríks »Eymundar#sonar ?), sjá Adam, 1. I. c. 63. Til
dæmis um ónákvæmni Adams má geta þess, að hann
lætr Tryggva Hákonarson (»Trucco filius Hacconis» II.
32.) vera konung í Noregi um öndverða daga Sveins
tjúguskeggs, en þá réð Hákon jarl Sigurðsson fyrir Nor-
egi, sem kunnugt er, og eptir hann kom Ólafr Tryggvason
til ríkis.
3) I »Herv.» segir, að Haraldr hinn hárfagri (f 933)
hafi andazt á dögum þeirra bræðra Ólafs og Eiríks hins
sigrsæla, og hefði þá Hringr konungr, sem nefndr er um
936, átt að lifa fram yfir daga Bjarnar, en þetta er
komið af þeirri röngu ímyndun, að Björn hafi komið til