Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 59
59
gætt ráð til að glæða þessar dyggðir. Kennend-
urnir ættu opt að lesa stuttar og skemmtilegar sög-
ur fyrir börn sin, tala við þau um efni þeirra og
fræða þau um það. pegar um dýr og plöntur er að
ræða, ættu þeir að nota það efni til að sýna börn-
unum fram á speki, mátt og gæzku skaparans, og
vekja hjá þeim lotning fyrir honum og traust til
hans.
Kennendurnir þurfa einkum að hafa vakandi
auga á börnunum í frístundum þeirra; þá rísa upp
smádeilur milli þeirra, og vondar ástríður fá yfir-
hönd hjá þeim. Góð áhrif kennaranna ættu að vera
síverkandi á börnin, en þó ekki til að hindra leiki
þeirra, heldur til að hvetja þau til góðra og dáð-
ríkra verka, og til að fæla þau frá öllu, sem fjarlæg-
ist dyggð og velsæmi ....
Náttúran, skynsemin og reynslan krefja, að þess-
ari reglu sje fylgt: „Dœmið skal ganga á undan
skipuninni'1. Enginn kennari hefur rjett til að vænta,
að lærisveinar hans sjeu snyrtilegri, kurteisari og
sannorðari en hann sjálfur. í klæðaburði, í líkams-
hreyfingum, í orðum og jafnvel í hugsunum á hann
að vera eins og' hann vill, að lærisveinar sínir verði“.
Um þetta efni segir og annar maður, Wickersham,
meðal annars: „Veruleg dæmi er það eina, sem
fær á huga barnanna; ættjarðarvinurinn deyjandi
fyrir ættjörð sína, hinn miskunnsami Samverji hjúkr-
andi særða manninum, frelsarinn á krossinum biðj-
andi fyrir kvölurum sinum — þessi og þvílík dæmi
vekja hinar hreinustu og áhrifamestu tilfinningar í
brjóstum barnanna. Sagan um Georg Washington
og exina hans mun fremur kenna barni hreinskilni
en ágætasta siðgæðisregla, þótt hún væri margítrek-
uð. í>að eru til stundir, og þær stundir þarf kenn-
arinn að geta getið sjer til um, stundir, segi jeg, þegar