Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 43
43
una (1776), og þá má ekki gleyma Washington,
því að hann heiðra Amerikumenn næst guði. Sú
lotning, sem þegar er vakin hjá æskumönnum i
Ameríku fyrir mikilmennum þeirra, hvetur þá mjög
til að gjörast góðir borgarar og nýtir menn, eink-
um þegar þess er gætt, að þar eru það engar
öfgar, þótt sagt sje við bláfátækan dreng, að hann
geti orðið forseti Bandaríkjanna, og að hann eigi
að reyna að líkjast afreksmönnum þeim, er hann
les um.
J>egar byrjuð er regluleg sögukennsla, þá er
fyrst kennt i almennri sögu það, sem nauðsynlegt
er til að skilja ættjarðarsöguna, og síðan er byrjað
að kenna hana; en það sem kennt er, er ekki tómt
nafnaregistur, upptalning á konungum, sigurvinn-
ingum og þess háttar, heldur er kennt um frjálsar
framfarir mikillar þjóðar ; það er kennt um, hvernig
frelsi og þingræði hófst og styrktist meðal púritönsku
uýlendumannanna, um samvizkufrelsið í Rhode-
Island og Pennsylvanía ; um það, hvernig Banda-
ríkin gengu í samband til að verja frelsi sitt, um
frelsisstríðið og hinar dæmalausu framfarir þjóðar-
innar, og um þrælastríðið, þegar synir þessarar
miklu þjóðar hervæddust hverir gegn öðrum, og
bóndinn lagði frá sjer rekuna, skrifarinn pennan og
tók vopn í hönd, til að leggja líf í sölur fyrir það
mál, sem hann taldi rjett og gott. þ>etta eru allt
atburðir, er mynda fagra heild, atburðir, teknir beint
úr lífi þjóðarinnar og leitandi beint að hjarta sona
hennar, þegar þeir lesa um þá. J>eir hafa fagurt
dæmi fyrir augum til eptirbreytni. Forvígismenn
frelsis, rjettlætis, sannleika og mannástar lýsa eins
og leiptrandi ljós gegnum söguna, og benda æsku-
lýðnum, hvert hann skuli ganga. J>eir safna þjóð-
inni um sig og styrkja þjóðernistilfinninguna og