Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 47
47
Gömlu málin.
Bæði latína og gríska eru kenndar í flestum
yfirskólum og kennaraskóluin, því að Ameríkumenn
hafa miklar mætur á fornmálanámi, og sá þykir
varla vel menntur, sem eigi hefur numið þau. J>að
kveður svo rammt að með latínunámið, að í sum-
um stiglausum skólum, þar sem varla verða kennd-
ar nauðsynlegustu fræðigreinir, læra sumir nemend-
ur iatínu. En latínunámið er, eins og við má bú-
ast, vfðast mjög ófullkomið, þvi að tíminn er svo
stuttur, sem til þess verður varið. í grísku er þó
kennt enn minna en í latínu, enda er mönnum í
flestum skólum í sjálfs vald lagt, hvort þeir læri hana
eða eigi. Sú raun hefur orðið á í Ameríku, að
latína og gríska verður eigi kennd til hlítar nema
í hinum hærri skólum. Á síðari árum hafa menn
risið upp gegn hinu mikla námi gömlu málanna;
en þessar árásir hafa snert kennslu þeirra í hærri
skólunum, og eigi náð til almenningsskólanna.
Náttúruvisindi.
Menntamáiaskrifstofan lætur í Ijósi í skýrslu
sinni undrun yfir því, hve lítil stund sje lögð á nátt-
úruvísindanám, þar sem þó sje svo auðvelt aðkenna
ýms atriði þeirra i sveitaskólum, og þar sem þau
þó nú á dögum sjeu svo gagnleg og þýðingarmikil.
f>ó er eigi svo að skilja, að þau sjeu hvergi kennd.
Nú um nokkur ár hafa þau verið kennd í betri
skólum í borgunum og í allmörgum sveitaskólum.
Byrjað er að kenna náttúruvísindin með hlutkennslu-
aðferðinni. Ameríkumenn finna til þess, hve þýð-
ingarmikið það er við allt nám, að menn læri að
nota augun og taka eptir hlutunum. þ>að er því
næsta eðlilegt, að þeir hafa tekið upp hlutkennslu-
aðferðina. J>ess hefur áður verið getið, að hún er