Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 74
74
segja um þessa sögu, sem allar hinar beztu íslend-
ingasögur, að höfundar þeirra segja ekkert ósatt af
ásettu ráði, þeir skrifa söguna eins og hún hafði
smátt og smátt myndazt, og eins og þeir ímynda sér,
að alt hafi gengið til“. þ>etta viðrkenna líka sumir
útlendir vísindamenn, t. d. Dr. F. Rönning, er dá-
ist mjög að því, hversu einstaklega sannorðir og á-
reiðanlegir hinir fornu íslenzku sagnamenn hafi
verið'.
Fað getur reyndar vel verið, að stundum hafi
verið gjört of mikið úr sögunum, því að ekki er
hægt að neita því, að þær hafi sína galla, og vér
hljótum fyllilega að kannast við það, sem Dr. J. ]p.
tekr líka fram í formála Egilssögu, að með því að
sögurnar geymdust mjög lengi í manna minnum,
áðr en þær voru skrásettar, þá er það eðlilegt, að
alt geti eigi verið bókstaflega satt í þeim. En
óhætt er að gjöra mikinn mun á hinum fornusagna-
ritum vorum og flestum sagnaritum (,,kronikum“)
útlendra munka á miðöldunum, sem full eru af hé-
góma og blönduð margs konar skrumi og ýkjum,
enda rituð eptir frásögnum, sen\ lengi voru búnar
að ganga manna á milli, en höfðu varðveitzt mikl-
um mun lakar en íslenzku sögurnar. f>annig er
það t. d. alment viðrkent um Richer af St. Remy1 2,
1) . . . lslændernes forunderlige historiske objectivitet.
At de var i besiddelse af denne i en sjælden grad, viser
hele sagaliteraturen, viser Snorre sammenlignet med
Sakse, og denne objectivitet muliggjorde en máske ene-
stáende troskab i overlevering af poetiske og historiske
æmner (Beovulfskvadet, Kjöbenhavn 1883 49. bls.).
2) Hann reit bók sfna á árunum 995—998; þó er hann
ekki fróðari en svo um þá menn, er uppi voru seint á
9. öld, að hann gjörir Karl hinn einfalda Frakkakonung
að syni Karlmanns konungs (t 884), í stað þess að hann
var í raun réttri bróðir hans.