Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1889, Blaðsíða 103
103
fornsögu Norðrlanda, og það sá þáttrinn, sem fæst
er um að segja, með því að svo fá uppspretturit
eru til, miklu færri og smærri en til sögu Danmerkr
og Noregs í fornöld. Margt er reyndar sameigin-
legt fyrir öll Norðrlönd, en margt Hka óijóst og
vafasamt viðvíkjandi sambandi þeirra og viðskipt-
um þjóðanna við aðrar þjóðir. peim vísindamönn-
um, sem hafa nú á vorum dögum rannsakað ná-
kvæmlegast hin elztu sögulegu tiðindi af Norðr-
löndum í sambandi við fyrstu upptök víkingaferð-
anna suðr og vestr um haf (Jessen, Steenstrup,
Storm) kemr hvergi nærri saman um ýms merkileg
atriði1, þótt þeir séu samtaka i því, að rengja
1) Storm er þeirrar skoðunar, að vikingaferðir til
Vestrlanda (Bretlandseyja) hafi byrjað frá Noregi vest-
anfjalls, því að þaðan er skemst til Hjaltlands, Orkneyja
og Skotlands, en (Víkverjar, Gautar og) Danir hafi
haldið suðr um haf með ströndum fram og herjað fyrst
á ríki Frakka, einkum eptir að deilur tóku ad vaxa milli
Danakonunga og Prakkakonunga (eptir 800), og hafi
svo víkingaferðir þeirra til Bnglands og Irlands komið
seinna til, um 830—50. Steenstrup hefir aptr á móti
haldið því fram, að Danir hafi mjög snemma verið farnir
að venja komur sínar til Frlslands og Flæmingjalands, og
haldið síðan þaðan í hernað til Bretlandseyja, jafnvel
áðr en Norðmenn komu þangað. En þótt það kunni
satt að vera, að víkingar frá Danmörku hafi stundum
brugðið sjer yfir til Bretlandseyja frá Fríslandi um lok
8. eða upphaf 9. aldar, þá eru samt öll líkindi til, að
hinir fyrstu víkingar, er ensk rit geta um, að herjað
hafi á Englandi norðanverðu, hafi komið frá Noregi, eins
og Storm ætlar, og styrkist það einkanlega af helgisög-
unni um Seljumenn (Fms. I. 224.—27., X. 279.—83.), er
sjálfsagt hafa verið írskir einsetumenn (eins og Papar
hér á Islancli), er sezt hafa að í eyjunum Selju og Kinn
í Firðafylki (löngu fyrir daga Hákonar jarls, jafnvel á 8.
öld), og líklega óviljandi orðið til að vísa Norðmönnum
veginn vestr um haf (Kr. Bidr. I. 22.). En hitt er vita-
skuld, að þótt Norðmenn vestanfjalls hefðu fyrstir fund-