Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 4
4
að afla sjer hjer á landi, urðu þeir, er slíka raennt-
un vildu fá, að leita tii annara landa með ærnum
kostnaði, og sýnir það áhuga manna í þessu efni, er
þeir rjeðust í slíkt. Hið fyrsta dæmi, er vjer þekkj-
um í þessu efni, er það, er Gissur hinn hviti fylgdi
utan ísleifi syni sínum til Saxlands, og seldi hann til
læringar abbadísi einni í Herfurðu (Hungrv. 2. k.:
Bisk. I. 60), og þar gekk ísleifur í skóla. Gissur
hviti er svo kunnur af sðgum vorum, einkum Njálu
og Kristnisögu, að eigi þarf margt af honum að
segja. Það er kunnugt, hvje mikinn þátt hann átti
í þvi, er land A7arð kristið, en hann gerði eigi verk
sitt endasleppt, þar sem hann fyrstur manna brauzt
í það, að koma syni sínum í skóla suður á Saxlandi.
ísleifur var þar ungur í skóla, og fram til tvítugs,
þvi að hann hefur verið hjer um bil 21 árs, er hann
kom þaðan til Noregs (1027), og var þá prestur, og
fór hann síðan út til Islands (þáttr af ísl. bisk.: Bisk.
I. 53.). Þess er eigi getið, að Isleifur hafi tekið að
kenna mönnum, eptir að hann kom til Islands, og
var eigi orðinn biskup, en það er eigi ólíklegt, að
hann hafi kennt einhverjum á þeim tíma. En er
hann var fimmtugur að aldri, var hann kjörinn bisk-
up yfir Islandi, og eptir það er hann var vígður,
og hafði sezt að sem biskup í Skálliolti, leið ekki á
löngu, áður en hann tæki menn til læringar, og voru
þar lærðir margir ágætir menn. Síðan komu skólar
á fót á Hólum, er þar var orðið biskupssetur; svo
ogí Haukadal og Odda; auk þess voru skólar einnig
við sum klaustrin; þess má og geta, að margir ein-
stakir menn höfðu kennslu á heimilum sínum á stund-
um, er þeir ljetu læra menn til presta að kirkjum
þeim, er þeir höfðu undir hendi; og margir prestar