Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 6
6
til presta, en af þeim urðu síðan tveir biskupar, þeir
Jón Ögmundsson hinn helgi, er fyrstur varð biskup
á Hólum, og Kolur Víkverjabiskup (Kristnis.: Bisk.
I. 27.; Hungrv.: Bisk. I. 63.) Lærisveinn hans var
og Þórkell prestur Trandill, er fyrstur byggði bæ á
Þingeyrum; því að hann var »skólabróðir« Jóns
biskups (Bisk. I. 245.). ísleifur var biskup 1056—
1080.
Á dögum Gissurar biskups (bisk. 1082—1118),
sonar ísleifs biskups, hefur kennsla þessi sjálfsagt
haldið áfram, þótt þess sje eigi sjerstaklega getið.
Voru á hans dögum flestir virðingamenn lærðir og
vígðir til presta, þó að höfðingjar væri (Kristnis.:
Bisk. I. 29.). En Gissur biskup var sjálfur lærður
á Saxlandi, svo sem faðir hans, og vígður til prests
þegar á unga aldri, og væri mjög ólíklegt, að hann,
slíkur merkismaður, hafi látið niður falla kennslu þá
við biskupsdóminn, er faðir hans hafði hafið, enda
munu margir hinna lærðu virðingarmanna hafa verið
lærisveinar hans. — Um eptirmann Gissurar bisk
ups, Þórlak Runólfsson (bisk. 1118—1133), er það
sagt, að hann tók marga menn til læringar, og urðu
þeir síðan góðir kennimenn; en sjálfur var Þórlák-
ur biskup lærður í Haukadal. Þórlákur biskup
kenndi sjálfur (Hungrv.: Bisk. I. 72.—74.). — Á dög-
um Magnúsar biskups Einarssonar (bisk. 1134 —
1148) er eigi getið kennslu í Skálholti, en eptirmað-
ur hans, Klœngur biskup Þórsteinsson (bisk. 1152—
1176), er var hinn mesti lærdómsmaður og skáld hið
bezta, »kenndi prestlingum« (Bisk. I. 83.), og Þór-
lákur biskup Þórhallason (1178—1193) »kenndi opt
klerkum, bæði bækr at lesa, ok annat nám, þat er
þeim var nytsamlegt« (Bisk. I. 103., 278.), en eink-
unrjsýnist hann hafa lagt stund á, að kenna »kenni-