Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Side 7
7
mönnum ástsamlega allt embætti þat, er þeir voru
skyldir at fremja, með sínum vigslum«. Einn af
lærisveinum hans var Magnús biskup Gissurarson og
fósturson hans (Bisk. I. 306.). Þórlákur biskup sjálfur
► var hinn lærðasti maður; var hann lærður í Odda
lijá Ejrjólfi presti Sæmundssyni, hins fróða, og virði
Eyjólfur Þórlák mest allra lærisveina sinna um það
allt, er til kennimannsskapar kom. Móðir Þórláks
var þar í Odda með honum, og að henni nam hann
»ættvísi og mannfræði« (Bisk. I. 90., 91.). Síðan íór
Þórlákur utan, og var i skóla í París; þaðan fór
hann til Englands, og var i skóla i Lincolni; var
hann utan 6 ár. — Hann varð ábóti í Veri 1170;
biskup 1178—1193.
Þess er eigi getið, að skóli hafi verið í Skál-
holti á dögum Páls biskups Jónssonar (bisk. 1193—
1211), en með því að Páll biskup sjálfur var maður
mjög lærður, og kominn frá skólaheimilinu Odda,
er ólíklegt, að hann hafi látið kennslu niður falla i
■Skálholti við biskupsstólinn.
Það er eptir þetta allt fram á daga Stefáns
biskups Jónssonar (bisk. 1491—1518), að eigi fara
nokkrar sögur af því, að skóli eða kennsla hafi
verið í Skálholti, nema það, sem sagt er um Arna
biskup Þórláksson, og má telja víst, að tímum sam-
an hafi þar engin kennsla eða lítil átt sjer stað, þar
sem slíkt var svo mjög bundið við það, hverjir nj7t-
semdamenn biskuparnir sjálfi voru, og hvje mikið
t* gagn þeir vildu vinna að þessu leyti. En þó að
■engar sögur fari af kennslu í Skálholti um mörg ár,
má þó vera, að nokkur kennsla hafi farið þar fram
1 tíð sumra biskupa. Magnús biskup Gissurarson
(1216—1236) er líklegur til þess, að hafa haldið
fram kennslu í Skálholti, en lítil líkindi eru þess, að