Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Síða 8
8
kennsla hafi verið þar að staðaldri i tíð þeirra Sig'-
urðar Þjettmarssonar, Árna Þórlákssonar og Árna
Helgasonar, er biskupar voru 1238—1320. Árni
biskup ÞórldJcsson var þó vel lærður maður, og um
hann er sagt, að hann haíi, er hann kom frá bisk-
upsvígslu, haft með sjer meistara Óblanð Hallvarðs-
son, og skipaði hann fyrir skóla í Skálholti (1269),
og þar var Óblauður skólameistari 1274. Eptir það*
fór hann til Noregs, og þar er hann 1297. Hann
varð seinna skólameistari á Hólum (Hist. eccl. I.
451., 581., 586.). En Árni biskup hafði öðru að
sinna, sem voru »staðamálin«, og mun því skólinn í
það sinn eigi hafa orðið langgæðari; en eptir það
voru biskupar flestir útlendir, og litlir nytsemda-
menn margir i biskupsdómi, fram að dögum Stefáns
biskups. Menntunarleysi presta var orðið mjög mik-
ið, þegar á dögum Árna biskups Helgasonar (1304—
1320), sem sjá má á því, er þeir Lárentius Kálfs-
son og Björn kórsbróðir voru (1307) sendir til ís-
lands, til að rannsaka kirkjustjórnina, þá viku þeir
frá embætti prestum nokkrum í Skálholtsumdæmi,
og meðal þeirra voru prestur í Flatey og prestur að
Gufudal, fyrir fáfræði sakir; og var presturinn f
Gufudal svo fáfróður, að hann kunni eigi tíðir að
syngja; og mun þó yfir höfuð eigi batnað hafa síð-
ar. Drepsóttin mikla eptir aldamótin 1400 eyddi svo
Skálholtsbiskupsdæmi að hinum svo nefndu lærðu
mönnum, að þá voru þar eptir einungis 50 prestar
i biskupsdæminu, en Skálholtsstað eyddi tvisvar.
Sveinn hinn spaki Pjetursson (bisk. 1466—1476)
var maður vel lærður, og hafði numið erlendis, og
var meistari. Þó að eigi sje þess getið um hann,
að hann hafl haft skóla í Skálholti, er þó eigi ólik-