Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1893, Page 10
10
verið, að enginn skóli hafi verið i Skálholti á dög-
um Ogmundar biskups (Hist. eccl. IIL 165.), en að
þar hafi þó átt sjer einbver kennsla stað um hríðá
hans dögum, virðist mega ráða af þvi, sem segir um
Halldóru Sigvaldadóttur, abbadís í Kirkjubæ, að hún
tók til sín Gissur Einarsson og bræður hans og syst-
ur, »ól upp með æru, ljet þau mennta og manna til
þeirrar kennslu, sem þar gekk í Skálholti um daga
biskups Ögmundar« (Satn t. s. Isl. I. 675); virðast
þessi orð benda á, að þar hafi kennsla verið í bisk-
upstíð hans; en annars er þess eigi getið, að þar
hafi þá skóli verið.
Hallur í Haukadal, Þórarinsson, var einhver
hinn mesti merkismaður á sínum tíma, og ágæt-
ismaður, enda kallaður hinn mildi. Hann var fædd-
ur 996, og skírði Þangbrandur prestur hann þrje-
vetran (999), og mundi Hallur það. Þritugur reisti
hann bú í Ilaukadal, og lifði þar síðan 64 ár. Hann
var maður bæði minnugur og rjettorður, og fróður
vel, og eptir hans sögu ritaði Ari fróði margt í ís-
lendingabók. Hallur dó 1090. Hallur bauð barn-
fóstur Isleifi biskupi Gissurarsyni, og fór þá Teitur
biskupsson til hans í Haukadal, og var alinn upp
hjá honum.
Teitur fsleifsson bjó í Iíaukadal eptir Hall fóstra
sinn. Hann var kallaður »hinn mikilláti* eða »marg-
láti« (Kristnis: Bisk. I. 27.) Hann dó 1110 (Bisk. I.
72.). Hann var vel lærður, og hóf kennsluskóla í
Haukadal, og fæddi og lærði marga kennimenn, og
voru tveir biskupar af' lærisveinum hans, Þorlákur
Runólfsson, biskup í Skálholti, og Björn Gilsson,
biskup á Hólum (Bisk. I. 153., 219.). I Haukadal